Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 30
28
53 klst. á viku að meðaltali á fyrra árshelmingi 1974. Fækkun vinnu-
stunda var minni hjá iðnaðarmönnum og sennilega óveruleg hjá
öðrum launþegum. Aukning mannaflans á þessu ári er áætluð nema
lj/2%, og því gæti samdráttur yfirvinnunnar liaft i för með sér, að
atvinnumagn, mælt sem fjöldi unninna stunda, yrði sem næst óbreytt
frá því, sem það var á árinu 1974.
Áhrif fækkunar vinnustunda á tekjur verða meiri en nemur
hlutfallslegri styttingu vinnuvikunnar, þar sem vinnustundafækkun-
in er fólgin í minnkun yfirvinnu. Þvi er nú spáð, að meðalatvinnu-
tekjur aukist um 24—25% á þessu ári, þrátt fyrir um 27% meðal-
hækkun kauptaxta á árinu. Þessar tekna- og taxtabreytingar eru mun
minni en á sl. ári, en þá hækkuðu kauptaxtar allra launþega um
48%% að meðaltali og meðalatvinnutekjur jukust um 50%. Hið sama
gildir um brejdingar frá upphafi til loka árs, en nú er spáð, að í ár
hækki kauptaxtar um 25% frá ársbyrjun til ársloka samanborið við
43% hækkun frá upphafi til loka árs 1974.
Meðalhækkun verðlags á árinu 1975 mun verða nokkru meiri en
á sl. ári á mælikvarða framfærslukostnaðar. Er gert ráð fyrir, að
ársmeðaltal framfærsluvísitölu verði um 48—49% liærra í ár en á
sl. ári samanborið við 43% meðalhækkun framfærsluvísitölunnar
1974. Vísitala byggingarkostnaðar hækkar hins vegar minna að meðal-
tali 1975 en 1974 eða um 40% samanborið við 52%. (Eins er við því
búizt, að verðvísitala þjóðarframleiðslu liækki heldur minna í ár
en í fyrra eða um 38% samanborið við 40% 1974.) Meiri meðal-
hækkun framfærslukostnaðar í ár en i fyrra stafar að verulegu leyti
af liinni öru verðþróun á síðustu mánuðum ársins 1974 og fvrri
hluta þessa árs, einkum sem afleiðing gengislækkananna tveggja í
ágúst 1974 og febrúar 1975 ásamt öðrum efualiagsráðstöfunum, ekki
sízt í fjármálum ríkisins. Hins vegar liefur hækkun innflutningsverðs
og launahækkanir átt minni lilut að hækkun verðlags hér innanlands
í ár en undanfarin tvö ár. Minni verðbólguálirif launaliækkana en
áður er að miklu leyti að þakka hinum hófsömu kjarasamningum
frá í júní sl., en sá árangur kemur fram í hægari verðbreytingum
eftir mitt árið. Er þess nú vænzt, að verðlagshækkun innanlands á
siðari helmingi þessa árs svari til 25—30% árshækkunar samanborið
við meira en 50% hækkun yfir árið 1974.
Eftir hina miklu en skammvinnu aukningu kaupmáttar launa, sem
náðist um sinn með kj arasamningunum fyrstu mánuði ársins 1974,
fór kaupmáttur rýrnandi yfir árið, þar sem launafjárhæðir héldust
óbreyttar til septemberloka, liækkuðu síðan aðeins vegna launa-
jöfnunarbóta frá 1. október um 6—7% og um 3% frá 1. desember, en