Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 19
17
framleiðslu, en við endurskoðun voru spár þessar færðar niður, eink-
um af þremur orsökum. í fyrsta lagi var Ijóst, að markaður fyrir
frysta loðnu í Japan hafði brugðizt, og liafði það í för með sér, að nær
alveg tók fyrir loðnufrystingu á þessu ári. í öðru lagi varð afli minni
en ella hefði mátt búast við vegna togaraverkfallsins i byrjun sumars,
og í þriðja lagi dró úr síldveiðum í Norðursjó. Meginástæður þeirr-
ar aukningar, sem nú er spáð, eru aukning í þorskafla togara og
framleiðsluaukning frystingar og söltunar, sem meira en vegur
upp minnkun loðnuaflans hér heima og framleiðsluminnkun loðnu-
frystingar. Auk þess koma nú til veiðar nokkurra loðnuskipa á
fjarlægum miðum. Samkvæmt hráðabirgðatölum var heildarþorsk-
aflinn fyrstu níu mánuði ársins um 21 þús. tonnum meiri en á sama
tíma í fyrra, eingöngu vegna aflaaukningar togara, en bátaaflinn
reyndist um 2 þús. tonnum rninni. Heildarverðmæti landaðs sjávar-
afla á föstu verðlagi er áætlað svipað fyrstu níu mánuði ársins í ár
og á sama tima í fyrra. Hins vegar er áætlað, að útflutningsfram-
leiðsla sjávarafurða tímabilið janúar-septemher 1975 hafi orðið um
2% meiri að magni en fyrstu níu mánuði ársins 1974.
Framleiðslan í öðrum greinum er talin verða svipuð eða minni á
þessu ári en árið 1974. Gert er ráð fyrir, að búvöruframleiðslan
reynist um 3% rýrari en í fyrra. Magn innveginnar mjólkur lijá sam-
lögunum fyrstu níu mánuði þessa árs reyndist um 2,5 millj. lítra
minna en á sama tíma í fvrra, en það er tæplega 3% minnkun. Sauð-
fjárslátrun á þessu hausti er talin verða meiri en nokkru sinni og
veldur því bæði meiri frjósemi áa og minni ásetningur vegna minni
og lélegri lieyja en á sl. ári. Vegna hins óhagstæða tíðarfars um
sunnan- og vestanvert landið sl. sumar brást kartöfluuppskera, og
er liún talin verða innan við helmingur þess, sem hún var í fyrra.
Búizt er við, að lieildarframleiðsla iðnaðarins i ár dragist saman
um 3% frá i fyrra. Álframleiðsla er áætluð nema 60 þús. tonnurn
samanborið við 68.4 þús. tonn 1974, en það er um 12% minnkun.
Samkvæmt hagsveifluvog iðnaðarins og fleiri heimildum er önnur
iðnaðarframleiðsla talin hafa reynzt heldur minni á fyrra helmingi
þessa árs en á sama tíma í fyrra. Ljóst er, að breytingar framleiðslu-
magns eru afar ólíkar í liinum ýmsu greinum iðnaðarins. Virðist
koma fram talsverð framleiðsluaukning í útflutningsgreinum öðrum
en áli og kísilgúr, en samdráttur í þeim iðngreinum, sem framleiða
fyrir innlendan markað, svo og í viðgerðargreinum. Fyrri liluta árs
varð samdrátturinn mestur í ríkisverksmiðjunum þremur, Áburðar-
verksmiðjunni, Kísiliðjunni og i Sementsverksmiðjunni — og þar
af leiðandi í steypugerð — vegna verkfallanna í byrjun sumars.
2