Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 59
57
2%, en hins vegar jókst framleiðsla Áburðarverksmiöjunnar í Gufu-
nesi um 21% vegna stækkunar verksmiðjunnar árið áður.
Mjög dró úr vexti iðnaðarframleiðslunnar á árinu 1974. Sam-
kvæmt hagsveifluvog iðnaðarins, þ. e. hinni ársfjórðungslegu könn-
un Félags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna á
breytingunx framleiðslumagns og annarra rekstrarþátta iðnfyrirtækja,
og áætlunum fyrir þær greinar, sem hagsveifluvogin nær ekki til, er
talið, að almenn iðnaðarframleiðsla hafi aukizt um 4% á árinu 1974.
Athuganir þessar ná reyndar ekki til allra greina iðnaðarins, en
samkvæmt lauslegu mati er gert ráð fyrir, að hagsveifluvogin nái
til greina, sem hafa um 85% af mannafla iðnaðarins í þjónustu sinni.
Líklegt má telja, að nokkur framleiðsluaukning hafi átt sér stað
í útflutningsiðnaði öðrum en álframleiðslu, eða e. t. v. um 10—11%.
Framleiðsla kísilgúrs jókst á árinu 1974, og voru þá framleidd um
24.7 þús. tonn samanborið við rúmlega 22 þús. tonn 1973.
Álframleiðsla nam 68.4 þús. tonnum árið 1974 sanxanborið við
71.3 þús. tonn 1973. Sé framleiðsla áls talin með við mat á fram-
leiðslubreytingunni árið 1974, mun láta nærri, að heildarframleiðsla
alls iðnaðarins hafi aukizt um 3%% frá árinu 1973.
Aukning iðnaðai'framleiðslxmnar 1974 var talsvert undir meðal-
vexti sl. fimm ár, bæði hvað varðar heildarmagn framleiðslunnar
og hina almennu iðnaðarframleiðslu. Á árunum 1970—1974 jókst
heildarfraixxleiðsla alls iðnaðarins um rúmlega 12% á ári að meðal-
tali, en meðalvöxtur almennu iðnaðarframleiðslunnar þetta fimm
ára tímabil varð nokkru minni eða tæplega 9%% á ári, og stafar
munurinn af aukningu álframleiðslunnar á þessu tímabili. Talsvert
hefur dregið úr vexti framleiðslunnar sl. þrjú ár, og er meðalvöxtur
heildarfranxleiðslu alls iðnaðarins talinn hafa numið tæplega 8% á
ári 1972—1974 samanborið við tæplega 7% framleiðslxiaukningu að
meðaltali í almemxa iðnaðinum þessi þrjú ár.
Samkvæmt skýrslum Hagstofu Islands um slysatryggðar vinnu-
vikur, en gerð þeirra hófst nxeð árinu 1963, hefur atvinna í iðnaði
aukizt um tæplega 4 þús. mannár frá árinu 1963 til ársins 1973 eða
úr u. þ. b. 12 þús. nxannárum í tæplega 16 þús. mannár. Svarar þetta
til 2,9% árlegrar meðalaukningar atvinnu í iðnaði á þessu tíu ára
tímabili, sem er svipað nxeðalaxikningu allrar atvinnu í landinu á þess-
um tíma. Hlutdeild iðnaðar í heildaratvinnu var því nær hin sama
við upphaf og lok þessa tímabils, eða um 17,6% 1963 og 17,5%
1973. Hlutfallið hefur yfirleitt haldizt nokkuð stöðugt þetta tínxabil,
að undanteknum árunum 1967—1969, en þá var hlutfallið lægi-a vegna
samdráttar í framleiðslu, og íxxá nefna, að á árinu 1968 var um 1 000