Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 33
Efnahagsþróunin í umheiminum
Á miðju ári 1973 sáust fyrst merki þess, að tekið væri að draga úr þeim
öra vexti, sem einkenndi hagþróun flestra iðnaðarrikja á árinu 1972
og framan af ári 1973. Ástæður þessara umskipta í hagþróuninni
voru margar. Má þar nefna, að framleiðslugeta var fullnýtt í ýmsum
greinum, ekki sízt í hráefna- og málmframleiðslu, og takmarlcaði
það einnig framleiðslu í öðrum greinum. Það dró einnig úr eftir-
spurn, að vaxandi verðbólga var tekin að draga úr aukningu eða jafn-
vel skerða kaupmátt tekna einstaklinga og þar með neyzluútgjöld. Um
sama leyti var einnig gripið til víðtækra aðhaldsaðgerða í efnaliags-
málum í mörgum löndum til þess að liamla gegn verðbólgu, sem
var í örum vexti.
Þótt þannig drægi úr hagvexti á síðari hluta ársins, var aukning
þjóðarframleiðslu eigi að síður meiri meðal aðildarríkja OECD3) á
árinu 1973 en verið hafði um langt árabil. Fyrir OECD-ríkin í heild
nam aukning þjóðarframleiðslu 6,4% árið 1973, samanborið við 5,7%
árið 1972 og 5,1% að meðaltali árin 1960 til 1970, og í langflestum
aðildarríkjum var liagvöxtur 1973 yfir meðalvexti siðasta áratugs. Á
síðustu áratugum hefur sjaldan staðið vaxtarskeið samtímis i nær öll-
um iðnaðarríkjum heims eins og var árin 1972 og 1973. Þessi samstiga
hagþróun á sennilega jafnframt nokkurn þátt í þeim almenna sam-
drætti, sem einkennt hefur efnahagsþróunina í heiminum á árinu
1974 og framan af árinu 1975, og m. a. hefur lilotizt af þvi, að gripið
hefur verið nær samtímis til aðgerða til þess að draga úr eftirspurn
i stærstu hagkerfunum.
Verðbólgan fór mjög vaxandi um allan heim á árinu 1973. Þegar
við lok sjöunda áratugsins voru verðhækkanir almennt meiri en að
meðaltali á undanförnum tíu árum, og í Vestur-Evrópu dró lítið sem
ekkert úr verðhækkunum á fyrstu misserum áttunda áratugsins, þrátt
fyrir hægari hagvöxt á árinu 1971. Var þetta öfugt við fyrri reynslu
við svipaðar aðstæður. Á miðju ári 1972 færðist verðbólgan mjög í
1) Eftirtalin ríki eiga aðild að OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni í Paris: Ástralía,
Austurríki, Belgía, Bandarikin, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland,
Holland, írland, ísland, Ítalía, Japan, Kanada, Lúxemborg, Noregur, Nýja Sjáland,
Portúgal, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tyrkland, Vestur-Þýzkaland, auk þess sem Júgóslavía
á aukaaðild að stofnuninni.