Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 197
195
ísafjcirð ardjúp.
Sæmileg veiði var voriS 1974. Eins og sjá má á 2. mynd liafa komið
fram árlega, þrjú síðustu árin árgangar, sem virðast vera nokkuð
sterkir. Þó virðast þeir allir vera nokkuð jafnir en enginn jafn sterk-
ur og 1967— árgangurinn, sem sást fyrst sem árgangur I árið 1969
(sjá 2. mynd).
Samkvæmt nýjustu útreikningum virðist liafa verið ofveitt árið
1971, en þá var aflinn um 2915 lestir. Afli á togtíma lækkaði dálítið
við þetta eða úr 116 kg/klst. árið 1971 í 83 kg/klst. 1972. Nú heíur
sóknin siðustu 2 árin verið minni og voru veiddar 2074 lestir árið
1972, en 2501 lest árið 1973. Yerði sóknin skynsamleg nú í vetur má
sennilega veiða árið 1975 sem nemur varanlegum hámarksafla stofn-
hlutans í ísafjarðardjúpi eða frá 2150 til 2350 lestir. Þetta er þó því
aðeins unnt, að smárækjusvæði verði vernduð áfram eins og gert
hefur verið.
H únaflói.
Mjög vel hefur aflast í Húnaflóa síðan miðin i Hrútafirði fundust.
Afli á togtíma er mjög hár á þessu svæði og var hæstur árið 1973
eða um 460 kg/klst. að meðaltali. Árgangaskipun er eins og sjá má
á 3. mynd. Tveir árgangar voru mest áberandi vorið 1974. Eru þeir
merktir II og VI. Nú er vafasamt, að eldri árgangurinn (frá 1967)
beri uppi veiðina úr þessu. Það verður því 1971-árgangurinn (merkt-
ur II árið 1974), sem verður mest áberandi árið 1975.
Varanlegur liámarksafli rækjustofnhlutans í Húnaflóa er og verður
sennilega einhver sá hæsti hér við land með áframhaldandi vélflokk-
un á lifandi rækju, vaxandi fjölda báta með slíka flokkun og svipuðu
skipulagi og verið hefur, þ. e. allir bátar koma með jafnmikið magn
að landi. En vegna verðflokkanna reynir hver og einn að koma með
sem stærsta rækju.
Önnur svæði.
.Tökuldjúpið hefur gefið af sér nokkrar lestir árin 1972 og 1973. Árið
1974 var Jökuldjúpið skoðað margsinnis og fékkst alltaf lítill afli og
smárækja allt fram í október. Þá fékkst loks stór rækja en lítill afli á
togtíma. Jökuldjúpið skoðast því aðallega sem uppvaxtarsvæði, í það
minnsta á sumrin.
í Kolluál hófust veiðar 1974 og félckst þar stór rækja. Of snemmt
er að meta, livað fá má þar.
í Tálknafirði eru ónotuð mið, að vísu mjög lítil að flatarmáli,
varla fyrir einn hát hvað þá meira.