Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 133
131
útflutningsgjaldinu um 130 m.kr. Jafnframt var lilutur Trygginga-
sjóðs af útflutningsgj aldi aukinn úr 85% i 87,8%.
5) Með lögunum voru skilyrði Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins til
verðjöfnunar rýmkuð með hækkun hámarkshlutfalls tekna og
verðbóta sjóðsins úr helmingi i þrjá fjórðuhluta fráviks markaðs-
verðs frá viðmiðunarverði (að viðbættu verðbili). Áætlað var,
að væri reglum þessum beitt til fulls og viðmiðunarverð á frysti-
afurðum og saltfiski jafnframt hækkað til samræmis við hið nýja
gengi, næmu greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði til frystingar 700 til
1 000 m.kr. á heilu ári, en hins vegar rynnu í sjóðinn frá söltun
um 1 200 m.kr. á heilu ári.
6) Loks kváðu bráðabirgðalögin á um ráðstöfun gengishagnaðar, og
skyldi meginhluta þess fjár, sem afgangs yrði eftir ráðstöfun skv.
lögum nr. 78 frá 30. ágúst, varið til stuðnings togaraútgerðinni, en
jafnframt voru heimilaðar bætur gengistaps vegna stofnlána báta-
flotans svo og sérstakar lánveitingar til fiskvinnslufyrirtækj a,
vegna söluerfiðleika á árinu 1974.
Með vísun til bráðabirgðalaganna um ráðstafanir í sjávarútvegi og
ráðstöfun gengishagnaðar ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins 11% hækkun almenns fiskverðs að meðaltali fyrir tímabilið 1.
september—31. desember.
Viðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á freðfiski var
hækkað í krónutölu til samræmis við gengisbreytingu krónunnar frá
áramótum. Jafnframt var ákveðið að nýta til fulls heimild bráða-
birgðalaganna frá 20. september, þannig að hlutfall tekna og bóta
sjóðsins yrði 75% af fráviki útflutningsverðs og viðmiðunarverðs
(að viðbættu verðbili). Viðmiðunarverð á óverkuðum saltfiski var
hækkað um 32V2% og greiðsluhlutfall af mismun útflutningsverðs
og viðmiðunarverðs ákveðið 75% samkvæmt heimild bráðabirgða-
laganna.
Desember.
Bráðabirgðalögin um ráðstafanir í sjávarútvegi og ráðstöfun gengis-
hagnaðar voru staðfest og afgreidd sem lög frá Alþingi (lög nr.
106/1974). Lög þessi fólu í sér nokkrar breytingar á bráðabirgðalög-
unum, einkum nánari ákvæði um ráðstöfun gengishagnaðar, í megin-
atriðum sem hér segir: 1) Til þess að greiða hluta gengistaps
vegna erlendra skulda eigenda fiskiskipa, 600 m.kr. 2) Óaftur-
kræft framlag til bátaflotans vegna relcstrarerfiðleika á árinu 1974,