Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 77
75
minnkun útflutningsafurða 1973 gagnstætt því sem var árið áður,
en þá var flutt út talsvert magn útflutningsvörubirgða, bæði áls og
sjávarvöru. Vegna þessara mismunandi birgðabreytinga 1972 og 1973
varð aukning vöruútflutningsins 1973 minni en aukning útflutnings-
framleiðslunnar, en í lieild er talið, að vöruútflutningurinn hafi auk-
izt um 9% að raunverulegu verðgildi 1973 samanborið við 16%
aukningu útflutningsframleiðslunnar.
Það sem einkum einkenndi utanríkisverzlunina á árinu 1973 var
hin geysiöra verðþróun, bæði í útflutningi og innflutningi. Útflutn-
ingsverðlag hækkaði mjög mikið og mun meira en innflutningsverð-
lag. Samkvæmt verðvísitölum útflutningsvöru, sem sýna breytingar
f. o. b.-verðs einstakra vörutegunda á skráðu gengi á hverjum tíma,
hækkaði verðlag alls vöruútflutnings að meðaltali um 43% í krón-
um á árinu 1973, en það jafngildir um 31—32% verðhækkun í er-
lendri mynt. Útflutningsverð sjávarafurða hækkaði þó enn meira
eða að meðaltali um 51% i krónum talið, sem svarar til tæplega 39%
verðhækkunar í erlendri mynt. Verð annarrar útflutningsvöru hælck-
aði hins vegar mun minna, landhúnaðarvöruverð í útflutningi hækk-
aði um tæplega 25%, álverð um 21%, en útflutningsverð annarrar
iðnaðarvöru hækkaði um 16%%. Útflutningsverðhækkunin yfir árið
var i reynd mun meiri en meðalhækkun milli ára og hélzt allt fram
á 1. ársfjórðung 1974. Til marks nm afurðaverðliækkunina fram eftir
árinu 1973, má nefna, að frá ársmeðaltali 1972 til meðaltals 4. árs-
fjórðungs 1973 hækkaði útflutningsverð í heild um 53%% í krón-
um talið, en það jafngildir rúmlega 50% hækkun í erlendri mynt.
Á sama tíma nam verðhækkun sjávarafurða tæplega 65% í krón-
um eða um 61% í erlendri mynt.
Tekjur af útfluttri þjónustu 1973 námu 11 370 m.kr. samanborið
við 9 505 m.kr. 1972. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um verð-
breytingar i þessum viðskiptum umfram verðbreytingar erlends gjald-
eyris, en með tilliti til gengisbreytinga er þjónustuútflutningurinn tal-
inn hafa aukizt að magni um tæplega 10% 1973. Útflutningur vöru og
þjónustu, metinn á föstu verðlagi ársins 1972, er því talinn hafa aukizt
um rúmlega 9% að raunverulegu verðgildi árið 1973. Heildarútflutn-
ingsverðmætið 1973 nam tæpum 37.4 milljörðum króna samanborið
við 25.2 milljarða króna 1972.
Þróun utanrikisviðskiptanna snerist mjög til hins verra á árinu
1974. Hin öra útflutningsverðhækkun, sem gætti á árinu 1973, stöðv-
aðist í ársbyrjun 1974 og þegar kom fram á árið fór verð ýmissa
mikilvægra afurða lækkandi í erlendri mynt. Útflutningsframleiðsla
jókst einnig mjög lítið og jafnframt dró mjög úr útflutningseftirspurn,