Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 70
68
tæplega 4% 1974. Eru þetta nokkru liærri tölur en fram koma í
þjóðarframleiðsluáætlunum þeim, sem gerðar eru frá útgjaldahlið, en
samlcvæmt þeim virðist framleiðslan i heild liafa aukizt um tæplega
6% 1973 og um 3—3%% 1974. Almennt má segja, að í mikilli verð-
bólgu megi reikna með meiri skekkju en ella við færslu þjóðarút-
gjalda til fasls verðlags og útreikning raunverulegra framleiðslubreyt-
inga. Að nokkru leyti verður hið sama í reynd upp á teningnum við
áætlanir frá framleiðsluhlið, en meira máli slciptir þó, að áætlanir
um framleiðslubreytingar eftir atvinnugreinum eru byggðar á mis-
traustum heimildum og um margt skemmra á veg komnar en útgjalda-
áætlanirnar, og því megi fremur treysta hinum síðarnefndu. í því
yfirliti áætlaðra magnbreytinga framleiðslunnar í heild eftir atvinnu-
greinum 1972—1974, sem hér fylgir, ber því fyrst og fremst að skoða
áætlanir þessar sem vísbendingar um breytingar þjóðarframleiðslu
frá framleiðsluhlið, en ekki sem nákvæmt reikningslegt uppgjör.
Einkaneyzla.
Á árinu 1973 dró nokkuð úr aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna
lieimilanna frá því sem verið hafði árin á undan, og hið sama gildir
einnig um einkaneyzluna, enda ræðst hún fyrst og fremst af breytingu
kaupmáttar. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 37% milli
áranna 1972 og 1973, og verðbreyting einkaneyzlu er áætluð 26%,
þannig að kaupmáttaraukningin nam 8,7% samanborið við 13,8%
að meðaltali næstu þrjú árin á undan. Miðað við reynslu fyrri ára
af samhengi breytinga kaupmáttar og neyzlu hefði mátt búast við
um 8% aukningu einkaneyzlu á árinu 1973, en tölur um veltubreyt-
ingu samkvæmt söluskattsskýrslum milli áranna 1972 og 1973 benda
hins vegar til nokkru minni aukningar eða nálægt 6%%. Breytingar
kaupmáttar og neyzlu undanfarin ár benda því til þess, að hlutfall
sparnaðar af tekjum einstaklinga hafi farið vaxandi á ný, en það
hafði minnkað á árunum 1966 til 1969. Þessar tölur ber þó að skoða
með nokkurri varúð, þar sem enn liggur ekki fyrir samræmt heildar-
uppgjör tekna og' gjalda heimilanna.
Einkaneyzlan árið 1973 beindist nokkuð meira að innfluttum vör-
um en árið áður, og jókst innflutningur neyzluvöru um nálægt 10%
að magni og þar af jókst bifreiðainnflutningur um 15%. Neyzla inn-
lendrar vöru jókst sennilega um 5Yz% og lcaup á hvers konar þjón-
ustu voru nálægt 4% meiri að magni 1973 en 1972. Minnst aukning
varð í húsnæðisnotkun eða aðeins um 1%% og er það minni aukning
en árin á undan. Gætir þar áhrifa eldgossins i Yestmannaeyjum, er
hluti íbúðarhúsa þar eyðilagðist og íbúðamagnið í landinu minnkaði,