Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 62
60
Hér þarf þess að gæta, að heildartölur af því tagi, sem hér hafa
verið ralctar, geta falið í sér verulegan mun á afkornu einstakra iðn-
greina. Á árunum 1971—1973 gætir ekki verulegs munar á afkomu
vörugreina og viðgerðargreina iðnaðarins, en hins vegar hefur af-
koma útflutningsiðnaðar verið töluvert lakari en afkoma heimamark-
aðsgreina. Árin 1971—1973 virðist afkoma heimamarkaðsgreina -—
bæði vöru- og viðgerðargreina — liafa tekið litlum breytingum og
verið næsta stöðug; vergur hagnaður fyrir beina skatta sem hlut-
fall af vergum tekjum er þannig talinn hafa numið 6,8% 1971, 6,2%
1972 og 6,9% 1973. Afkomuhlutfall hinna almennu útflutningsgreina
(þ. e. að álframleiðslu og niðursuðu undanskilinni) hefur hins vegar
reynzt nokkru lægra en þó allstöðugt, eða 5.6% 1971, 5,0% 1972 og
5,8% 1973. Þessar heildartölur fyrir afkomu útflutningsgreina segja
þó í reynd aðeins hálfa sögu, og að því verður að gæta, að hér er
um tiltölulega lítinn atvinnurekstur að ræða, þannig að afkoma
hinna stærri fyrirtækja getur valdið miklu um heildartölurnar.
Þannig ræður afkoma Kísiliðjunnar þessi ár afarmiklu um afkomu
útflutningsiðnaðarins í heild, eins og hann er skilgreindur hér. Sé
rekstur Kísiliðjunnar ekki talinn með hinum almenna útflutnings-
iðnaði breytast afkomuhlutföllin þvi verulega, og reynast þannig
4,7% 1971, 2,6% 1972 og 2,8% 1973.
Samkvæmt þessum tölum hefur staða útflutningsgreina versnað
talsvert þegar á árinu 1972 og enn verið fremur rýr árið næsta á
eftir. Þessi þróun á sér eflaust margvíslegar skýringar, en meðal
hinna helztu, hvað heildina varðar, má nefna öra aukningu rekstr-
arkostnaðar, svo sem launahækkun innanlands og verðhækkun hrá-
efna erlendis, gengisbreytingar bæði árin, fremur hæga þróun út-
flutningsverðs og loks hefur útflutningsiðnaðurinn átt við nokkra
söluerfiðleika að etja. Þessum þáttum mætti e. t. v. lýsa nolckru
betur með tölum. Fyrir árið 1972 má nefna, að kauptaxtar verka-
manna og iðnaðarmanna voru að meðaltali tæplega 30% hærri en
árið áður og hækkuðu enn um 22—23% að meðaltali á árinu 1973.
Litlar vísbendingar eru til um hækkun rekstrarvöru 1972, en á árinu
1973 nam verðhækkun allrar innfluttrar rekstrarvöru (án olíu og
relcstrarvöru til álvinnslu) um 30—31% að meðaltali. Áárinul972jókst
útflutningsverðmæti þeirrar iðnaðarframleiðslu, sem hér um ræðir,
um 33%, en minna en helmingur þeirrar aukningar mun hafa stafað
af hækkun útflutningsverðs i lcrónum reiknað. Útflutningsverðmæti
þessara greina jókst hins vegar mun meira á árinu 1973 eða tæplega
48% í krónum, en þar er verðhækkun talin hafa numið um 17%.
Gengisskráning krónunnar og breytingar á gengi helztu viðskipta-