Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 81
79
Á árinu 1973 jókst innflutningur neyzluvara c. i. f. um 37% og
nam um 41% af almennum vöruinnflutningi. Innflutningur rekstrar-
vara jókst um 53%, en um 42% að frátöldum rekstrarvörum til Isal,
og urSu rekstrarvörur þannig taldar um 28% af heildarverðmæti al-
menna vöruinnflutnings. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst um
79%, en aS undanskildum skipum og flugvélum, fjárfestingarvörum
til ísal og Landsvirkjunar og Viölagasjóðshúsum nam aukning fjár-
festingarvöruinnflutnings um 44% og varð um 31% af almenna vöru-
innflutningnum.
Aukning alrnenna vöruinnflutningsins 1973 varð talsvert meiri en
búizt var við, og einkum jókst innflutningur örar síðari liluta árs
en reiknað var með í spám á miðju ári. Meginástæður liinnar miklu
innflutningsaukningar voru annars vegar mikil aukning almennrar
eftirspurnar innanlands og hins vegar hin óhagstæða breyting, sem
varð á verðhlutföllum innlendrar og erlendrar framleiðslu vegna
liinnar öru verðþróunar innanlands. Hér getur e. t. v. einnig hafa
komið til nokkur birgðasöfnun innflutningsvöru, svo sem oliu og
byggingarvöru.
Innflutningsverðlag hækkaði verulega á árinu 1973 og enn örar en
árin tvö á undan, en síðan á árunum 1970—1971 má segja að gætt
hafi sívaxandi hækkunar innflutningsverðlags í erlendri rnynt, ólikt
því sem var á áratugnum 1960—1970 er innflutningsverðlag í erlendri
mynt hélzt mjög stöðugt. Samkvæmt verðvísitölum innflutningsvöru,
sem sýna breytingar f. o. b.-meðalverðs almenns vöruinnflutnings í
íslenzkum krónum á skráðu gengi á hverjum tíma, hækkaði verð-
lag innfluttra neyzluvara um 21% að meðaltali á árinu 1973. Verðlag
rekstrarvara (án olíu og innflutnings til Isal) hækkaði að meðaltali
um 30% %, en verð almennrar fjárfestingarvöru hækkaði um tæp-
lega 25% og olíuverð um 23%% árið 1973. Innflutningsverðlagið í
heild er liins vegar talið hafa hækkað að meðaltali um 24% í islenzk-
um krónum 1973, en það jafngildir um 12% verðhækkun í erlendri
mynt. Almenni vöruinnflutningurinn jókst hins vegar um 39% að
verðmæti, og því er talið að almenni vöruinnflutningurinn hafi auk-
izt um 12% að raunverulegu verðgildi árið 1973. Magnaukning heild-
arvöruinnflutningsins var þó mun meiri eða um 25% vegna tvöföld-
unar á magni hins sérstaka innflutnings skipa og flugvéla og til Isal,
Landsvirlcjunar og Viðlagasjóðs.
Þjónustuútgjöld, þ. e. innflutningur þjónustu, jukust mun minna
en vöruinnflutningur 1973, eða um 18%. Litil vitneskja er fyrir hendi
um verðbreytingar i þjónustuviðskiptum 1973, en verðhækkun er
hér áætluð hin sama og meðalverðbreyting erlendra gjaldmiðla gagn-