Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 72
70
samneyzlunnar í heildarneyzlu fór því áfram minnkandi og var
svipaður og á árunum fyrir 1968 og 1969, en á þeim tveimur árum
jókst hlutur samneyzlunnar talsvert, enda minnkaði einkaneyzlan
bæði þessi ár.
Verðbreyting samneyzlunnar var um 24% árið 1973 og 48% 1974,
og var það meiri verðhækkun en á öðrum þáttum verðmætaráðstöf-
unar á árinu 1974. Gætti þar fyrst og fremst hinna miklu launahækk-
ana á síðasta ári, en laun eru stærri hluti samneyzluútgjalda en
annarra þátta þjóðarútgjalda.
Fjármunamyndun.
Fjármunamyndunin árið 1973 nam 28 610 m.kr. og varð meiri en
nokkru sinni fyrr, fimmtungi meiri en árið áður. Samlcvæmt bráða-
birgðatölum nam fjármunamyndunin 1974 43 230 m.kr. Er hér enn
um að ræða magnaukningu frá árinu 1973, er nemur 7%. Þegar frá
er talin fjármunamyndun í innfluttum skipum, flugvélum og íbúðar-
húsum á vegum Yiðlagasjóðs, svo og framkvæmdir við Þjórsárvirkj-
anir og álverksmiðju, var aukningin mun minni fyrra árið eða 6%,
en aftur á móti meiri síðara árið eða 9%. Innflutningur skipa var
með mesta móti bæði þessi ár og munar þar mest um innflutning
skuttogara. Árið 1973 nam innflutningur skipa og flugvéla 3 910 m.kr.,
176% meiri en árið áður. Árið 1974 nam þessi liður 5 980 m.kr., og
eru þá meðtaldar endurbætur og' lengingar eldri skipa að upphæð
600 m.kr.
Fjármunamyndun atvinnuveganna nam 13140 m.kr. árið 1973, og
var það 20% aukning frá fyrra ári. Þessi aukning fólst hins vegar
eingöngu í auknum skipakaupum, og sé innflutningur skipa og flug-
véla frátalinn, kemur fram samdráttur, er nemur 7%. Árið 1974 nam
fjármunamyndun atvinnuveganna 20 520 m.kr. Er hér um að ræða
15% aukningu frá fyrra ári.
Framkvæmdir í landbúnaði námu 1 860 m.kr. 1973 og höfðu auk-
izt um 11% frá fyrra ári, en á árinu 1974 eru þessar framkvæmdir
taldar hafa numið 2 830 m.kr. og aukizl um 8%. Meirihluti aukn-
ingarinnar á sl. ári stafaði af auknum innflutningi véla og tækja.
Fjármunamyndun í fiskveiðum jókst afarmikið árið 1973 eða um
113%. Fjármunamyndunin nam 4 640 m.kr., en þar af nam innflutn-
ingur fiskiskipa 3 467 m.kr. Á árinu voru 21 skuttogari og 4 önnur
fiskiskip keypt til landsins. Innanlands voru smíðaðir 35 bátar og
1 skuttogari, samtals 1 610 rúmlestir að stærð. Til endurbóta eldri
báta var varið um 390 m.kr. Árið 1974 nam fjármunamyndun í fisk-
veiðum 4 900 m.kr. Samdráttur frá fyrra ári nam 19%, enda var fjár-