Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 125
123
samræmi við kjarasamning BSRB og ríkisins frá 15. desember.
Meðalhækkun í 1. áfanga var áætluð 3—4%, en siðan skulu grunn-
laun hækka um 3% 1. desember 1974 og um önnur 3% 1. september
1975 á sama hátt og í samningi BSRB. Um sérkröfur, þ. m. t. röðun
í launaflokka, skyldi samið sérstaklega við einstök félög. Yísitölu-
ákvæði var svipað og i samningi BSRB.
22. febrúar hófst verkfall flestra aðildarfélaga ASl og stóð það til 26.
febrúar, er nýr rammasamningur var undirritaður milli ASÍ og
vinnuveitenda, og gildir hann til 30. marz 1976. Við undirritun samn-
inga hækkuðu öll grunnlaun að meðaltali um 12%, en að meðtöldum
sérstökum láglaunahækkunum og taxtatilfærslum er meðallauna-
hækkun í fyrsta áfanga rammasamningsins áætluð um 20%. 1. desem-
ber 1974 skulu öll laun hækka uni 3% og aftur um 3% 1. júní 1975.
Vísitöluákvæði voru óbreytt frá fyrri samningum að öðru leyti en
því, að verðhækkun á áfengi og tóbaki skal ekki hafa áhrif á kaup-
greiðsluvísitölu.
Eftir undirritun rammasamnings var gengið frá samningum við ein-
stök félög launþega, sem i mörgum tilvikum fólu i sér mun meiri
hækkun launa í fyrsta áfanga — 5 til 10% meiri hækkun — en sam-
kvæmt rammasamningi.
Marz.
Kaupgreiðsluvísitala, sem í kjarasamningi frá 26. febrúar var ákveð-
in 100 m. v. eldri visitölu frá 1. desember 1973, 149,89 stig, hækkaði
i 106,18 stig hinn 1. marz.
1. marz var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra og BSRB,
sem í aðalatriðum kveður á um hækkun allra grunnlauna, skv.
samningi frá 15. desember 1973, um 1117 krónur frá og með 1. apríl
1974 og að umsamin kauphækkun 1. september 1975 gildi frá 1. júni
það ár. Einnig var gerður hliðstæður samningur við BHM fyrir kjara-
dómi svo og um heimild til að bæta þremur launaflokkum við launa-
stiga BHM i stað eins áður.
Maí.
Hinn 3. mai tókust samningar milli stýrimanna á kaupskipum og
skipafélaganna, og Iauk þar með endanlega verkfalli yfirmanna á
kaupskipum, sem hófst 15. apríl, en samningar við yfirmenn aðra
en stýrimenn höfðu tekizt 22. apríl. Samningarnir fela í sér um 22%
hækkun grunnlauna í 1. áfanga, en síðan skulu laun hækka í þremur