Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 188
186
Út af fyrir sig eru rannsóknir á loSnuseiðum enn vart þaö áreiðan-
legar, að hættandi sé á að leggja niðurstöður þeirra til grundvallar
spám um loðnugöngur á vetrarvertið 3—4 árum síðar. Þess vegna
hefur verið reynt að staðfesta þær með seinni tíma athugunum. 1
ljós hefur komið, að a. m. k. mikill hluti hrygningarstofns næsta
árs safnast saman úti fyrir Austur- og Norðausturlandi og heldur
sig þar á tímabilinu febrúar-apríl. Þarna hefur verið fylgst með
þessum hluta stofnsins í nokkur ár og enda þótt ekki hafi endanlega
tekist að mæla stofnstærðina hefur fengist allgóður samanburður
milli ára og við niðurstöður seiðarannsóknanna. Á s. 1. vori voru
niðurstöður í stuttu máli þær, að einkum var þá mikið af loðnu á
tveim aðalsvæðum við landgrunnsbrúnina: 1) á 60 sjóm. löngu og
5—10 sjóm. breiðu belti frá r. v. austri frá Glettinganesi norður fyrir
Vopnafjarðargrunn og 2) á allstóru svæði norðaustur frá Langanes-
grunni. Auk þessa var dreifð loðna víðast hvar við landgrunnsbrún-
ina allt frá utanverðu Reyðarfjarðardjúpi að r. v. NNA frá Langa-
nesi. Tímans vegna var aðeins hægt að kanna svæðið í grófum
dráttum og má vera, að eitthvað af loðnu hafi orðið útundan. Saman-
burður við fyrra ár gefur fulla ástæðu til bjartsýni þar sem síst
minna fannst en þá og raunar nokkru meira. Sýnishorn, sem tekin
voru á loðnusvæðinu, voru að sönnu helst til fá (4) og túlkun þeirra
því erfiðari en ella. Flest bendir þó til þess, að hlutur 4 ára loðnu
verði með meira móti í vetraraflanum 1975. Loðnan verði því í
stærra lagi og e. t. v. svipuð að stærð og árið 1973. Átuskilyrði s. 1.
sumar munu þó einnig ráða miklu um þetta.
Að því er varðar stærð hrvgningargangna og aldursdreifingu á
komandi loðnuvertíð getum við því búist við miklum og góðum afla.
Hvort enn eitt aflamet verður sett hlýtur þó að ráðast af ýmsu fleiru.
Af þeim þáttum, sem taldir voru í upphafi og áhrif hafa á aflabrögð-
in, mun væntanlega, auk veðurfars, þyngst á metunum, hversu til
tekst um leit og veiðar á djúpmiðum austan- og suðaustanlands til
þess tíma er göngurnar koma upp að ströndinni. Þar sem smám
saman er verið að bæta aðstöðu til veiða og móttöku virðist engin
bjartsýni að gera ráð fyrir, að allavega megi ná sama loðnuafla og á
seinustu vertíð. Við góðar aðstæður gæti aflinn hæglega orðið tals-
vert meiri eða allt að 600 þús. lestir.
Um frekari loðnuafla seinni hluta ársins er erfitt að segja þar sem
rannsóknir þær, sem til þessa hafa veriö gerðar á göngum og liegðun
loðnunnar ásamt veiðitilraunum, eru ófullnægjandi. Enda þótt ætla
megi að á undanförnum árum hafi ekki verið veitt nema sem svarar
10—15% af hrygningarstofninum og í sumum tilvikum jafnvel minna,