Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 27
Landsvirkjunar og annarra sérstakra framkvæmda) er talinn munu
dragast saman um 7% að magni, einkum vegna mun minni togara-
kaupa en sl. þrjú ár. Almennur vöruinnflutningur liefur fram eftir
árinu nolckuð stöðugt reynzt um 15—20% minni i magni borið saman
við sama tíma i fyrra og fyrstu níu mánuði ársins reyndist almennur
vöruinnflutningur að raunverulegu verðgildi um 17% minni en á
sama tíma 1974. Fyrir árið allt er nú spáð, að almennur vöruinnflutn-
ingur verði um 18% minni en 1974. Þá er búizt við, að hinn sér-
staki vöruinnflutningur fjárfestingarvöru ásamt rekstrarvörukaup-
um ísal verði um 10% minni í magni en í fyrra, þannig að í heild
dragist vöruinnflutningur að raunverulegu verðgildi saman um 16%%
frá fyrra ári.
Þar sem horfur eru taldar á um 5—6% magnaukningu vöruútflutn-
ings, yrði hér um að ræða töluverðan bata í vöruskiptunum við út-
lönd, reiknað á föstu verðlagi. Hallinn í vöruskiptunum við útlönd á
árinu 1974 nam 14 700 m.kr. á verðlagi þess árs, eða um 11% af
þjóðarframleiðslu. Samkvæmt útflutnings- og innflutningsspánum
yrði vöruskiptajöfnuðurinn í ár, reiknaður á verðlagi ársins 1974, hins
vegar óhagstæður um 5 100 m.kr. eða um 4% af þjóðarframleiðslu.
Þessi umtalsverði bati vöruskiptanna að raunverulegu verðgildi eyð-
ist þó að mestu leyti af rýrnun viðskiptakjaranna við útlönd, en nú
er spáð um 8% verðhækkun innflutnings í erlendri mynt á móti 10%
verðlækkun útflutnings og þar af leiðandi um 16% rýrnun viðskipta-
kjara. Samkvæmt þessu eru nú taldar horfur á, að í ár nemi heildar-
verðmæti útfluttrar vöru um 48 500 m.kr. á verðlagi þessa árs og
verðmæti vöruinnflutningsins nemi um 66 700 m.kr. Á þessum for-
sendum yrði vöruskiptajöfnuðurinn þvi óhagstæður um 18 200 m.kr.
eða um 10,3% af þjóðarframleiðslu samanhorði við 14 700 m.kr. vöru-
skiptalialla i fyrra — 11% af þjóðarframleiðslu.
Viðskiptajöfnuður — greiðslujöfnuður.
Spár um þjónustuviðskipti við útlönd á þessu ári sýna, að búizt er
við, að þjónustutekjur kunni að nerna um 24 500 m.kr. en þjónustu-
útgjöld um 24 800 m.kr. Þjónustujöfnuður yrði því óliagstæður um
300 m.kr. á árinu 1975 samanborið við 800 m.kr. lialla á þjónustu-
viðskiptunum á árinu 1974. Samkv. þcssu er nú spáð um 18 500 m.kr.
viðskiptahalla á þessu ári, sem nemur 10,5% af þjóðarframleiðslu,
samanborið við 11,7% á árinu 1974. Þessi spá er þó að sjálfsögðu
háð því, hvort spárnar um innflutning og útflutning ganga eftir, en
talsverð óvissa ríkir um þessar spár eins og jafnan áður. Um inn-
flutningsspána gildir, að þrír síðustu mánuðir ársins eru að venju