Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 12
10
ullu örari veröbólgu en dæmi eru um á íslandi frá því að siðari
heimsstyrjöldinni lauk. Verðbreyting þjóðarframleiðslu nam 40%
1974 og sýnist verða um 38% 1975, en hækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar er enn meiri. Hækkun framfærsluvísitölunnar á fyrra
helmingi þessa árs svarar til 50% ársliækkunar. Þessi hækkun staf-
ar þó að verulegu leyti af gengissigi á fyrra helmingi ársins 1974 og
gengislækkunum i ágúst 1974 og febrúar 1975, ásamt hinni miklu
verðhækkun innfluttra vara á árinu 1974. Loks koma svo til kostnað-
aráhrif hinna ógætilegu kjarasamninga á fyrra helmingi ársins 1974.
Aukning innlendrar eftirspurnar af völdum þessara kjarasamninga
og stóraukin fjárfesting, bæði einkaaðila og liins opinbera, leystu
— með útlánaaukningunni 1974 — úr læðingi sterk verðbólguöfl,
sem gætti alveg efalaust langt frarn á árið 1975.
Verðþróunin upp á síðkastið bendir hins vegar til, að verðbólgu-
hraðinn liafi náð hámarki. Verðhækkanir á þriðja og fjórða fjórð-
ungi þessa árs eru um það bil helmingi minni en þær voru að meðal-
tali 1974—1975. Þetta stafar að verulegu leyti af þeim liófsömu kjara-
samningum, sem gerðir voru í júní 1975, en þeir bentu til þess, að
verkalýðshreyfingin viðurkenndi þörfina á að samræma innlenda
eftirspurn skertum tekjuöflunarmöguleikum þjóðarinnar út á við.
Niðurstaða þessara samninga var mikilsverður árangur í jafnvægis-
viðleitninni í efnahagsmálum. Júnísamningarnir, ásamt ýmsum ráð-
stöfunum stjórnvalda, hafa valdið mestu um það, að 10% samdrátt-
ur þjóðarútgjalda — að því ætlað er — hefur orðið, án þess að til
nokkurs atvinnuleysis hafi lcomið. Sanrdráttur eftirspurnar innan-
lands og verðáhrif gengislækkana og innflutningsverðhækkunar virð-
ast ætla að valda minnkun innflutningsmagns um 17% á þessu ári,
eða líkt og ætlað var í marz og apríl sl. Óhagstæð viðskiptakjör og
sölutregða á útflutningsmarkaði valda þvi hins vegar, að lialli á
viðskiptum við útlönd verður mjög mikill á árinu, eða sem næst
10% af þjóðarframleiðslu, samanborið við 12% árið 1974. Sé við-
skiptajöfnuðurinn leiðréttur fyrir birgðabreytingum útflutningsvöru,
viðskiptum álverksmiðjunnar og sérstökum innflutningi fjárfesting-
arvöru, kemur fram svipuð breyting.
Auk minnkandi eftirspurnar á erlendum markaði, er tilkoma vernd-
arstefnu fyrir innlendan sjávarútveg i öðrum löndum önnur megin-
ástæða útflutningserfiðleika okkar. Meðal þess, sem erfiðleikum veld-
ur, eru stórauknir styrkir til fiskveiða og vinnslu í þeim ríkjum,
sem eru keppinautar okkar á erlendum markaði, hækkaðir tollar
og álagning innborgunarskyldu við innflutning á fiski i markaðs-
löndum okkar. Efnahagsbandalagið styrkir útflutning freðfisks og