Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 69
67
Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð er talin hafa aukizt um 6%
livort árið um sig, 1973 og 1974, í kjölfar 12% aukningar 1972 og 16%
aukningar 1971. Mikil þensla hefur því verið i byggingarstarfsemi
sl. fjögur ár. Afkastageta í byggingariðnaði virðist hafa verið full-
nýtt á árinu 1973, og gætti þá einnig umframeftirspurnar eftir vinnu-
afli, sem liélzt fram eftir árinu 1974, en nokkurs slaka varð þó vart
undir lolc ársins. Magnaukning opinberrar þjónustu er talin liafa num-
ið 6% 1973 og 1974, en opinber starfsemi hefur sýnt svipaða og
næsta stöðuga aukningu undangengin fimm ár. Vísbendingar um
aðrar greinar eru takmarkaðai', en talið er, að umsvif í öðrum þjón-
ustugreinum, þ. m. t. verzlun sem áður er getið, hafi aukizt um 6—7%
á árinu 1973 og um 4% 1974. Heildarframleiðsla rafmagns, mæld
í GWst., jókst um 29% 1973, einkum vegna hinnar miklu aukningar
á raforkuþörf Álverksmiðjunnar eftir að lokið var stækkun hennar
í árslok 1972. Á árinu 1974 jókst heildarrafmagnsframleiðslan um
2%. Sl. tvö ár hefur raforkunotkun Álverksmiðjunnar numið rúmum
helmingi heildarrafmagnsnotkunar í landinu, og sé notkun Áburðar-
verksmiðjunnar, Sementsverksmiðjunnar og Keflavíkurflugvallar
auk þess dregin frá heildarnotkun rafmagns hefur almenn rafmagns-
notkun, þannig reiknuð, numið 35—40% heildarrafmagnsnotkunar-
innar. Almenn notkun rafmagns hefur aukizt fremur ört nokkur
undangengin ár, og nam aukningin um 10%% 1973 og 8% 1974,
en tímabilið 1970—1974 hefur aukningin numið til jafnaðar um
8% á ári.
f lieild sýna áætlanir þessar, að þjóðarframleiðslan — metin frá
framleiðslulilið -— hafi aukizt um tæplega 7% á árinu 1973 og um
Áætlaðar magnbreytingar þjóðarframleiðslunnar eftir atvinnugreinum
1972—1974.
1972 0/ /0 1973 0/ /0 1974 0/ /0
Landbúnaður 4 4 3,5
Sjávarútvegur -^6 8,5 1
Iðnaður 8 12 3,5
Byggingarstarfsemi 12 6 6
Opinber þjónusta 6 6 6
íbúðanot 2,5 1,5 3
Aðrar greinar 8 6,5 4
Alls 5,6 6,9 3,8
Verg þjóðarframleiðsla, rnetin frá ráðstöfunarhlið .... 5,6 5,9 3,2