Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 102
100
bólgu, og sem m. a. fólu í sér tímabundið afnám vísitölubóta á laun,
mikla aukningu niðurgreiðslna og verðstöðvun. Samkvæmt innborg-
unarkerfinu skyldu innflytjendur greiða fjórðung af andvirði vöruinn-
flutnings inn á geymslureikninga við Seðlabankann, og skyldu greiðsl-
urnar bundnar i þrjá mánuði. Innborgunarkerfinu var siðan aflétt í
áföngum frá september til ársloka, en frá maí til ágústloka nárnu
innborganir 1 200 m.kr. samanborið við um 1 000 m.kr. aukningu
peningamagns á sama tíma. Um miðjan júli ákvað Seðlabankinn 4
stiga almenna vaxtahækkun í því skyni að hamla gegn aukningu
útlána og bæta hag sparifjáreigenda.
Vaxtahækkanir þær, sem beitt var árin 1973 og 1974, virðast í reynd
hafa borið fremur takmarkaðan árangur við þær aðstæður, sem þá
voru fyrir hendi. Lánsfjáreftirspurn var afarmikil og fór vaxandi
fram yfir árið 1974, m. a. vegna stóraukinnar rekstrarfjárþarfar at-
vinnuveganna af völdum verðhækkana og söluerfiðleika. Jafnframt
voru framkvæmdaáform afar hátt stillt, bæði fjárfestingaráform í at-
vinnuvegunum og í íbúðabyggingum svo og opinberar framkvæmdir,
og olli það mikilli aukningu lánsfjáreftirspui’nar á sl. ári. Lánsfjár-
eftirspurn hefur einnig án efa aukizt vegna þeirrar spákaupmennsku,
sem svo mjög gætti fram eftir árinu 1974, knúin áfram af ótta við vax-
andi verðbólgu, gengislækkun og hliðstæðar ráðstafanir. Verðlag fór
og ört hækkandi og hlutfall vaxta og verðbreytinga varð allt óhag-
stæðara, og urðu áhrif vaxtahækkananna því vafalaust mun minni
en ella. Samkomulag Seðlabankans og viðskiptabankanna um útlána-
hámark reyndist og fremur haldlitið, og jukust almenn útlán við-
skiptabankanna um 44% á árinu eða sem nam hámarkinu tvöföldu.
Létu bankarnir þannig undan hinni miklu lánsfjáreftirspurn, sem var
ríkj andi allt árið, en nokkuð dró þó úr aukningu útlána síðustu mán-
uði ársins, og átti það vafalaust þátt í að innflutningseftirspurn hjaðn-
aði nokkuð undir lok ársins. Vaxtahækkunin i júlí 1974 virðist þó hafa
átt þátt i að örva sparifjáraukningu síðustu mánuði ársins, eftir að
jafnt og þétt hafði dregið úr aukningu spai’ifjár fyrstu átta mánuði
ársins 1974.
Fjárfestingcirlánasjóðir og lífeyrissjóðir.
Útlán fjárfestingarlánasjóða og lífeyrissjóða hafa aukizt stórlega sl.
þrjú ár. Ný útlán fjárfestingarlánasjóða jukust úr 4 040 m.kr 1972 i
5 850 m.kr. 1973 eða um 45%, en höfðu aukizt um 41% á árinu 1972.
Heldur dró þó úr aukningunni 1974, en þá námu ný útlán 7 325 m.kr.
og liöfðu aukizt um 25% frá fyrra ári.
Útlán til sjávarútvegsfyrirtækja liafa vegið þyngst í lieildarútlánum