Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 65
63
skatta sem lilutfall af vergum tekjum 6,9%, en þetta hlutfall ,gæti
hafa orðið um 6% að meðaltali 1974.
Staða útflutningsiðnaðarins breyttist mjög til batnaðar á sl. ári.
Rekstrarkostnaður útflutningsiðnaðar jókst mjög ört á árinu 1974,
eins og í öðrum greinum iðnaðar, en á móti kom, að hækkun út-
flutningsverðlags og lækkun á gengi íslenzku krónunnar gerði betur
en að vega upp þessar hækkanir. Lætur nærri, að útflutningsverðlag
ullar-, prjóna- og fatavöru hafi hækkað um rúmlega 60% í íslenzk-
um krónum og verðhækkun skinnavöru hafi verið nálægt 40% frá
ársmcðaltali 1973 til ársmeðaltals 1974. Verðmæti útflutnings þessara
vörutegunda jókst hins vegar nokkru minna, vegna nokkurs sam-
dráttar í útflutningsmagni þessara greina. Á árinu 1974 voru fluttar
út skinnavörur fyrir 438 m.kr. samanborið við 446 m.kr. 1973. Árið
1974 nam útflutningur ullar- og prjónavöru tæplega 770 m.kr. saman-
borið við rúmlega 500 m.kr. 1973.
Þegar þessir tveir flokkar útflutningsiðnaðarins eru teknir saman
og bætt við útflutningi á málningu, lakki og leirmunum, er áætlað,
að vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum
hafi numið um 5% að meðaltali á árinu 1974, samanborið við 2,8%
að meðaltali 1973.
Á árinu 1974 voru flutt út 63.700 tonn af áli og álmelmi fyrir
4 788 m.kr. Afkoma álverksmiðjunnar, mæld á mælikvarða vergs
hagnaðar fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum, reyndist nokkru
lakari 1974 en 1973. Árið 1973 reyndist hlutfall þeíta 10,2% en árið
1974 varð það 8,6%.
Sem fyrr segir, er sú umræða, sem hér hefur verið sett fram, öll
miðuð við iðnaðinn í heild sinni eða mjög grófa sundurliðun iðngreina
í meginflokka. Tölur þær um afkomu iðnaðarins, sem hér hafa
verið nefndar, gefa því ekki til kynna þann afkomumun, sem kann
að vera milli einstakra iðngreina eða landsvæða.
Verzlun.
Samkvæmt verzlunarathugunum Þjóðhagsstofnunar, sem studdar eru
athugunum á heildarveltu -verzhmargreina samkvæmt söluskattsfram-
tölum, er áætlað, að á árinu 1972 hafi umsvif i heildverzlun og smá-
sölu aukizt um nálægt 10% að magni m. v. árið 1971. í hinum svo-
nefndu blönduðu verzlunargreinum, þar sem um hvort tveggja er
að ræða, heildverzlun og smásölu, þ. e. í olíu-, byggingarvöru- og bíla-
verzlun, virðast veltubreytingar einstakra greina verzlunar frá
1971 til 1972 hafa verið mjög mismiklar. Þannig virðast umsvif