Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 138
136
þjónustu, sem reiknað er í erlendum gjaldeyri, skyldi þó lækka í
samræmi við gengishækkunina, en á hinn bóginn var verðlagsnefnd
heimilað að veita undanþágu frá niðurfærsluákvæðunum, ef óhjá-
kvæmilegar verðhælckanir höfðu ekki enn komið fram í útsöluverði
eða þegar vinnulaun væru yfirgnæfandi hluti af útsöluverði þjón-
ustu. Við ákvörðun kaupgreiðsluvisitölu fyrir tímabilið júní—ágúst
1973 skyldi miða við 2% lægra verðlag en framfærsluvísitala 1. maí
sýndi (sjá ,,Launamál“).
Október.
Verðlagsnefnd ákvað, að hámarksverð á tilteknum innlendum vör-
um skyldi ekki lengur vera háð samþykki nefndarinnar, en hins
vegar bæri að tilkynna nefndinni um verðhækkanir.
1974.
Marz.
Verðlagsnefnd samþykkti hækkun á leyfilegri hámarksálagningu í
heildsölu um 7% að meðaltali og hækkun á smásöluálagningu um
10% að meðaltali.
Maí.
Samkvæmt 1. grein bráðabirgðalaga frá 21. maí má ekki fram til
31. ágúst hækka verð vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot
af fasteign eða lausafé frá því, sem var 22. mai 1974, nema að fengnu
samþykki réttra yfirvalda og eftir staðfestingu ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin getur ákveðið lækkun á verði vöru eða þjónustu, telji
hún til þess gilda ástæðu eða brýna nauðsyn.
September.
Verðlagsnefnd ákvað í kjölfar 17% gengislækkunar krónunnar 29.
ágúst, með samþykki rikisstjórnarinnar, að sú almenna regla skyldi
gilda, að álagningarhlutfall skyldi lækka þannig, að einungis 30%
sérhverrar verðliækkunar af völdum gengisfellingarinnar skyldi
lögð til gx-undvallar útreikningi nýrrar álagningar.
Með bráðabirgðalögunum um launajöfnunarbætur, bætur almanna-
trygginga og verðlagsmál frá 24. september var kveðið á um, að
ströngu verðlagseftirliti skyldi haldið áfram til 31. maí 1975, og voru
verðlagsákvæði þessi hin sömu og tóku gildi með bráðabirgðalög-
unum hinn 21. maí.