Gríma - 01.09.1948, Síða 7

Gríma - 01.09.1948, Síða 7
5 Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ innan héraðs, eins og líka má telja efalaust, að Guðrún hafi setið í festum einhvern tíma áður en brúðkaup þeirra stóð. — Hitt er eflaust rétt, að Solveigu féllst mjög um ráðabreytni prests, og er mælt, að hún hafi talið hann hafa brugðið eiginorði við sig. Tók hún nú fásinnu mikla, og ágerðist hún því meir sem lengraleið; tók hún síðan að sækjast eftir að farga sér. Tók prestur sér þetta mjög nærri. Vildu ýmsir vinir prests, að hann léti Solveigu fara burtu af heimilinu, en það vildi hann ekki og var vel til hennar sem fyrr. Lagði hann mjög ríkt á við heimafólk s’itt að gæta Solveigar vel og setti til þess sérstaklega eina griðkvenna sinna, Guðlaugu systur Snorra prests á Hjaltastöðum, greinda konu og mikilhæfa. Leið nú svo fram til vorsins næsta. 3. Solveig fargar sér. Það var 11. apríl 1778, að séra Oddur var að heiman. Solveig var þá með hressasta móti og svo sem að bráði af henni, er daginn tók að lengja. Þenna dag sat hún við verk og var að gera að fötum einhverjum. Var hún hin rólegasta. — Solveig átti vasahníf góðan, og geymdi Guðlaug hann, því að hvers kyns voði var frá henni tekinn, svo að hún gæti ekki grandað sér. Hún biður nú Guðlaugu að láta sig fá hnífinn litla stund; hún þurfi að spretta upp bót á fati því, er hún var að bæta. Sækir svo Guðlaug hnífinn og fær henni. Rétt á eftir er Guðlaug kölluð eitthvað frá og uggði hún ekki um Solveigu, en um leið og Guðlaug var frá henni gengin, stóð Solveig upp og gekk þegar út. Vinnumaður séra Odds var úti við og sá til ferða Solveigar. Hann hét Jón Steingrímsson ('aðrir nefna hann Þorstein). Sveinstauli lítill var með Jóni, og báru þeir hey á milli fjárhúsa. Jón, sem vissi um varnað þann, sem prestur hafði við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.