Gríma - 01.09.1948, Side 13

Gríma - 01.09.1948, Side 13
11 Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ síki. Hylur þessi er enn í dag nefndur Solveigarpyttur. Það var af ýmsum talið, að í þeim pytti mundi séra Oddur hafa drukknað, eða öllu heldur, að Solveig eða afturganga hennar hefði drekkt honum iþar. Það var haft fyrir satt, að næsta sumar eftir hvarf prests, hefði maður, er eitt sinn gekk þar fram hjá, séð mannshönd standa fram undan bakkanum. Var þá hylurinn strax á eftir kannaður með stöngum, en ekkert hafði fund- izt þar, enda er hylurinn margra faðma djúpur og þykkt leðjulag í botni hans. — Annar Solkupyttur er í landi Miklabæjar uppi í fjalli. Bera þessi örnefni, sem bæði eru tengd við hvarf prests, glöggt vitni um það, hve sagnirnar hafa verið á reiki um það, hvað af presti hafi orðið. — Næsti prestur á Miklabæ eftir séra Odd var Pétur prófastur, faðir Péturs biskups og þeirra bræðra. Hann dreymdi skömmu eftir að hann tók þar við brauðinu, að séra Oddur kæmi til hans í draumi eitt sinn og segði við hann: „Sárt er það að sjá kunningja mína ríða og ganga svo nærri mér, en geta ekki látið vita, hvar eg er.“ Guðrúnu, ekkju séra Odds, hafði langað til, að leiði Solveigar væri rofið, en það vildi sýslumaður ekki; honum þótti það votta hjátrú. — Þessar tvær síðustu sagnir eru eftir handriti séra Páls á Brúarlandi, rituðu 1846, en honum sagði Jón Björnsson, sem var vinnu- maður á Víðivöllum, þá er séra Oddur hvarf. Espólín segir þannig frá hvarfi séra Odds í Árbók- unum: „Á því hausti (1786) varð það til tíðinda hinn 1. dag októbrismánaðar, að Oddur prestur að Miklabæ í Skagafirði, son Gísla biskups Magnússonar og hús- frú Ingibjargar Sigurðardóttur, reið fram til Silfrastaða á annexíukirkju sína. Hafði hann þótt jafnan maður

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.