Gríma - 01.09.1948, Síða 15
13
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
tekur sig til eitt kvöld, safnar saman fötum og ýmsu,
sem var af prestinum, leggur það undir höfuðið á sér
og ætlar að vita, hvort sig dreymi hann ekki, en biður
Guðlaugu að liggja vakandi í rúmi sínu um nóttina og
vekja sig ekki, þó að hann láti illa í svefni, en taka eftir
því, sem fyrir hann beri; þar með lét hann loga ljós hjá
sér. Leggjast þau svo bæði fyrir. Guðlaug verður þess
vör, að Þorsteinn getur með engu móti sofnað framan
af nóttinni, en þó fer svo um síðir, að svefninn sigrar
hann. Hún sér þá, að litlu seinna kemur Solveig og
heldur á einhverju í hendinni, sem hún sá ekki glöggt,
hvað var; gengur hún inn á gólfið og að skör fyrir fram-
an rúm Þorsteins, því að götupallur var í baðstofunni,
og grúfir yfir hann og sér, að hún myndar til á hálsin-
um á Þorsteini, eins og hún vildi bregða á barkann á
honum. í því fer Þorsteinn að láta illa í svefninum og
brýzt um á hæl og hnakka í rúminu. Þykir Guðlaugu
þá, að svo búið megi ekki standa lengur, fer því ofan
og vekur Þorstein, en vofa Solveigar hopar fyrir henni
og fékk ekki staðizt augnaráð hennar, en það sér Guð-
laug, að rauð rák er á hálsinum á Þorsteini, þar sem
Solveig hafði myndað til skurðarins. Síðan spyr hún
Þorstein, hvað hann hafi dreymt; hann sagði, að sér
hefði þótt Solveig koma til sín og segja, að ekki skyldi
sér þetta duga og aldrei skyldi hann vísari verða, hvað
orðið hefði um séra Odd; þar með hefði hún lagt á sig
hendur og ætlað að skera sig með stórri sveðju, og
kenndi hann sársaukans, er hann vaknaði. Eftir það
hætti Þorsteinn þeim ásetningi sínum, að grafast eftir,
hvar prestur væri niður kominn.“
Börn séra Odds og Guðrúnar konu hans voru séra
Gísli, er fyrst varð aðstoðarprestur Péturs prófasts á
Víðivöllum (vígðist til kapelláns þangað 4. apríl 1805),