Gríma - 01.09.1948, Side 23

Gríma - 01.09.1948, Side 23
21 Grima] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ Glaumbæjargarð, og verður hér farið eftir henni um þau atriði. Girðingin um grafreitinn á Miklabæ hafði fyrr meir verið kringlótt, eins og tíðkanlegt var áður. Um 1910 var garðurinn stækkaður og girðingin færð þá út og látin mynda rétt horn. Lenti við það nokkur skák, sem áður var utangarðs, innan hinnar nýju girðingar. >,Á þeim stað stóð fyrir svo sem þrem áratugum þúfa eða þúst út úr kirkjugarðsveggnum, sem kölluð var ,leiðið hennar Solveigar'. Það orð lá á frá fornu fari, að Solveig lægi grafin norðan undir kirkjugarði á Miklabæ austanverðum", en nú var garðurinn einmitt færður út á þessum parti. — Gisli Konráðsson telur, að leiði hennar hafi verið sunnan undir garðinum, en eflaust er þetta réttara, því að örnefnið hefur geymzt og ýmislegt, er síðar verður getið, styður þetta, en stað- hættir tala mjög á móti því, að leiðið hafi verið sunn- an undir garðinum, nær því á bæjarhlaðinu. Það hafði komið fram á miðilsfundunum bending um það, að snúa sér til Péturs heitins Zóphoníassonar ættfræðings og séra Lárusar um aðstoð við að taka bein Solveigar upp og flytja þau. Var fyrst talað við Pétur, og hann símaði síðan til séra Lárusar 11. júní og bað um aðstoð hans. Var það auðsótt. K-om svo Zóphonías, son- ur Péturs, norður að Miklabæ 26. sama mánaðar. — Þess er áður getið, að Sigurður Einarsson, sem þá var á Hrólfsstöðum, hefði 1914 verið grafarmaður að líki gamallar konu, sem jarðsett var á mótum gamla garðs- ins og nýja viðaukans. Með honum var við það Jó- hannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti. „En er þeir komu nokkuð langt niður, komu þeir ofan á kistu, sem >lá út og suður'. Varð þá Sigurði að orði: ,Hver skyldi

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.