Gríma - 01.09.1948, Page 43

Gríma - 01.09.1948, Page 43
3. Sagnir um Jón Halldórsson frá Syðra-Hvarfi. [Frásögn Þorleifs Rögnvaldssonar. — Hallur Jóhannesson á Dalvík skráði.] 1. Uppruni Jóns og ævi. Jón Halldórsson var fæddur um aldamótin 1800 á Klaufabrekkum í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru hjónin Halldór bóndi, er sagt er að hafi búið um eitt skeið á Hæringsstöðum í Svarfaðardal, og Anna Þor- leifsdóttir. Var hún a. m. k. að nokkru leyti fóstruð af Jóni Sigurðssyni á Urðum. Bróðir Jóns á Syðra- Hvarfi var Halldór, er bjó á Klaufabrekkum. Er eigi kunnugt, að Jón ætti fleiri systkini. Kona Jóns á Syðra-Hvarfi var Kristín Þorláksdóttir. Sá Þorlákur bjó á Hólum í Hjaltadal. Kona Þorláks og tnóðir Kristínar hét Björg. Börn þeirra Þorláks og Bjargar voru sautján, og náðu flest eða öll fullorðinsaldri. Er ætt þeirra fjölmenn orðin, og ýmsir af ættmönnum þeirra nafnkenndir menn. Má þar til nefna Stefán Stefánsson frá Heiði í

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.