Gríma - 01.09.1948, Side 56

Gríma - 01.09.1948, Side 56
54 AF HJALTASTAÐA-DRAUGNUM [Gríma að var, hvar snjórinn hefði upp tekinn verið, sáust tvö kringlótt för, að hverjum engin spor lágu, líkast sem eftir hrafnsklær 16 að tölu. Fötin dró hann ofan af fólki sofandi, gerði og vart við sig undir fötunum; var að finna eins og loðinn, uppblásinn kálfsbelgur, í hvern þegar slegið var, ýlfraði hann og bað láta sig kyrran. —Á þessum tíma var maður nokkur, Sigurður að nafni, næturgestur á Hjaltastað og lá á palli í baðstofu. Hon- um brigzlaði þessi andi um eitt og annað, þar til Sig- urður tók kopp með hlandi og fleygði þangað, sem hann heyrði raustina; þá heyrðust þessi orð: „Það hefði verið sæmilegra, Siggi, að eg hefði skolað þér um koll- inn en þú mér.“ Tóbaksjárni fleygði hann í höfuð kerlingunni, sem hann sagðist vilja eiga, og á henni sá fyrir ofan og neðan augað. — Dóttur prestsins, fimmtán vetra að aldri, var hannmjögfylgisamur,hvarafprestur- inn óttaðist hún mundi skaða fá; ályktaði því að senda hana burtu af bænum, hvað þá í orð var komið þann 23. martii; sagði fþá) þessi gestur: „Nú er mér bezt að fara í burtu,“ — og talaði til kerlingarinnar ('sem hét Opía): „Kona mín, fá þú mér vettlingana mína og skárri húfuna mína etc. Eg ætla nú að taka beizlistötrið mitt og sækja hestinn minn.“ Eftir það þá stúlkan var af stað farin, varð ei framar vart við þenna óvin. Hann gerði ráð fyrir sinni afturkomu, hvað þó ekki skeði. Það er sögn manna, að þetta hafi verið unglingspilt- ur sunnan úr Öræfum, og þegar hann hafði komið heim aftur, hafði hann lagzt í Bjarnanesi þar skömmu á eftir og begert prest að þjónusta sig og sagði mönnum hann hefði verið sá ósýnilegi andi, er hefði verið á Hjaltastað í Múlasýslu, og stóð það á þeim tíma, sem piltinn vantaði og draugurinn var á Hjaltastað, — og síðan dó hann.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.