Gríma - 01.09.1948, Page 61

Gríma - 01.09.1948, Page 61
Gríma] ÞJÓÐSÖGÚR 59 c. Skrímsli í Vesturhópsvatni. [Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn úr Húnaþingi.] Nokkru eftir l§6Q_ivar að Stóruborg í Víðidal Hall- dór sonur Egils á Reykjum á Reykjabraut, Halldórs- sonar prests að Melstað. Einn sumardag sat hann yfir kvíám vestur undir Vesturhópsvatni. Sá hann þá langt úti á vatninu eitthvað, sem hann í fyrstu hélt að væri stór fugl, en þegar það færðist óðfluga nær hon- um, kom það á daginn, að það var ekki fugl. heldur ein- hver önnur skepna. Synti hún hratt að vatnsbakkanum og gekk á land. Sá Halldór, að þetta var eitthvert ó- kennilegt dýr á stærð við vetrung, en af þvíaðhannvarð þegar smeykur, gaf hann sér ekki tíma til nánari at- hugunar, heldur tók til fótanna og hljóp sem mest hann mátti til bæjar. Elti dýrið hann lengi, en hann komst undan þvi og var þó kominn að niðurfalli af mæði, þá loks hann náði bænum. Var þá dýrið snúið aftur til vatnsins og horfið. Ymsar fleiri sögur herma frá því, að skrímsli hafi sézt við Vesturhópsvatn. — Svo bar við fyrir löngu á einum bænum við Hópið, að hryssa drapst, af því að hún gat ekki kastað. Þegar hún var gerð til, kom inn- an úr henni vanskapaður burður, hauslaus, með klóm á öllum löppum, en búkurinn var líkastur því að lög- un, sem tveim trogum væri hvolft saman. Töldu menn líklegast, að skrímsli úr vatninu mundi hafa fyljað hryssuna. d. Skrímsli í Flatey. [Handrit Theódórs Friðrikssonar rithöf. 1907. Sögn Flateyinga.] Það bar við í Flatey á Skjálfanda haustið 1881, nok'kru fyrir veturnætur, að piltar í Útibæ voru að spila vist fram í skála að kvöldi til. Stúlkur voru inni

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.