Gríma - 01.09.1948, Side 69

Gríma - 01.09.1948, Side 69
Gríma] DULRÆNAR SÖGUR 67 b. Frá Jóhannesi Kristjánssyni ríka. [Eftir handriti Skúla Þorsteinssonar á Reykjum í Reykja- hverfi o. fl.] Jóhannes Kristjánsson, sem kallaður var hinn ríki, var a£ Brúaætt í Þingeyjarsýslu, fæddur á Halldórs- stöðum í Reykjadal 1795. Ólst hann upp þar í dalnum við hina mestu fátækt, og sagt er, að eitt sinn, er hann var barn að aldri á Breiðamýri, hafi ferðamaður gefið honum tvo skildinga, og Jóhannesi þótt svo mikið í þá varið, að hann hafi falið þá í holu í göngunum, svo að aðrir hefðu ekki hönd á þeim. — Á unglingsaldri var hann eitt sinn staddur gestkomandi á Grenjaðarstöð- um, og kom þá þangað förukarl nokkur, gamall og las- burða. Bað karlinn heimamenn um fylgd yfir Kálfa- læk, en þeir þóttust hafa öðru að sinna en kvabbi hans. Bauðst Jóhannes þá til að fylgja karli yfir lækinn og bar hann á bakinu, því að vöxtur var í læknum. Varð karl hjálpinni svo feginn, að hann blessaði yfir Jóhann- es og bað fyrir honum, að allt gengi honum til láns og hamingju í lífinu. Sagði Jóhannes síðar, að sér hefði virzt blessun og fyrirbænir karls verða að áhrínsorðum, því að upp frá því hefði hagur sinn farið síbatnandi. Jóhannes kvæntist 1820 Sigurlaugu Kristjánsdóttur og bjó á ýmsum jörðum í Reykjadal og Bárðardal, þangað til hann fluttist vorið 1839 að Laxamýri, sem hann hafði keypt. Þar bjó hann í 22 ár og varð maður stórauðugur á þeirrar tíðar mælikvarða; átti hann um skeið fimm höfuðból í Þingeyjarsýslu og Hrísey á Eyja- firði auk ýmissa smærri jarða. Konu sína missti hann 1859, og var hún jörðuð á Húsavík. — Vorið 1861 tók Sigurjón, sonur Jóhannesar, við búi á Laxamýri, en sjálfur fluttist hann að Fellsseli í Kinn og síðar að 5*

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.