Gríma - 01.09.1948, Qupperneq 72

Gríma - 01.09.1948, Qupperneq 72
70 DULRÆNAR SÖGUR [Gríma — Daginn þar á eftir, sem var laugardagur, hélzt sama veðrátta, hægur norðanandvari með næturfrosti, og eins var á sunnudaginn, nema hvað norðankaldinn og næturfrostið var þá meira. Undir kvöld þann dag kom sóknarpresturinn, séra Jón Finnsson, heim til mín og tilkynnti mér lát konu minnar, sem dáið hafði kvöld- ið áður í Vífilsstaðahæli. Heimilisíólk var auk mín þrjú börn mín, tvær dætur, nítján og tíu ára, og þrettán ára piltur. Eftir kvöldverð sátum við nokkra stund í eld- húsi, en þegar klukkan var um ellefu, fórum við upp á loft, þar sem við sváfum öll í stóru herbergi í austur- enda hússins. Eg tók með mér vegglampa úr eldhúsinu og hafði bók með mér, því að eg bjóst við, að mér mundi ekki ganga vel að sofna. Þegar við vorum hátt- uð, lét eg loga á lampanum, en lítið las eg það kvöld. Þar sem stiginn lá upp á loft í miðju húsi, var rúmgott svæði, og í hinum endanum lítið herbergi, þar sem geymdir voru ullarpokar, tóvinnuáhöld og smíðaverk- færi mín, þar á meðal tvær grindasagir, sem héngu hátt uppi við mæni. — Þegar klukkan var að verða eitt, slökkti eg ljósið og ætlaði að sofna, en svo leið nokkur stund, að mér tókst það ekki. Allt í einu heyrði eg nokk- urt hark úr litla herberginu í hinum endanum, og gat eg ekki áttað mig á, hvernig á því stæði; svo hætti þetta aftur, og leið nokkur stund, en svo byrjaði það að nýju með enn meira hávaða. Datt mér í hug, að kötturinn kynni að vera valdur að þessu, en þá heyrði eg, að grindasagirnar voru hreyfðar þannig, að þær sveifluð- ust frá þilinu og slógust aftur að því, svo að söng við í sagarblöðunum. Hætti þetta svo um stund, en tók til aftur með svo mikilli ákefð, að eg bjóst við að sagirnar mundu hrynja niður. Eg lá kyrr í rúminu og hlustaði; kveið eg því, að börn mín mundu vakna við hávaðann,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.