Blik - 01.04.1960, Síða 4
2
B L I K
og eiga að njóta hins bamslega
trúnaðartrausts og ástar son-
arins og dótturinnar.
„Það höfðingjarnir hafast
að, hinir ætla sér leyfist það,“
segir gamla orðtækið. Skyldi
það ekki verða eitthvað svipað
þessu með barnið og ungling-
inn, sem getur ekki skilið, að
þeir ,,ávextir“, sem pabbi og
mamma neyta daglega eða
vikulega, séu forboðnir börn-
unum þeirra.
Eiturlyfjanautnir foreldra
deyfa siðgæðisvitund heimilis-
ins og seiða eða draga æsku-
fólkið, sem þar elst upp, til
eiturlyfjanautnanna. Þegar for-
eldrar þessir greina svo allt í
einu hið gínandi gap ógæfunn-
ar, svelginn mikla, sem gleypir
barnalán þeirra og lífsham-
ingju, þá opnast oft fyrst augu
þeirra fyrir því, hvert stefnir
fyrir börnum þeirra og þeim
sjálfum. En þá gagnar hvorki
grátur né gnístran tanna.
Sjaldnast verður þá feigum
forðað. •— Þannig má fjöldi
foreldra í þessu landi kenna
sjálfum sér um ógæfu sína og
ófarnað eða unglinganna í sam-
bandi við nautn tóbaks og á-
fengra drykkja. Þetta er hin
sorglega staðreynd.
Mér er einn af mörgum ung-
lingum hér í bæ minnisstæður.
Þetta var mikill efnispiltur,
reglusamur, skyldurækinn og
prúður. Hann starfaði með okk-
ur nokkur ár í stúkunni Báru
nr. 2. Þar var hann virkur fé-
lagi og áhugasamur. Ég mat
þennan pilt mikils og taldi
stúkunni sóma að honum. Svo
var það dag einn, að ég þurfti
að hafa tal af piltinum og gekk
því heim til hans. Þá var aðeins
faðirinn einn heima. Ekki hafði
ég fyrr spurt eftir piltinum, en
faðirinn tók að hrakyrða stúk-
urnar og bindindisstarfsemina.
Hann hafði einhvern veginn
fengið hugboð um, að erindi
mitt til piltsins væri í þágu
bindindismálanna. 1 þessu til-
viki ályktaði ég, að mörg varn-
arorð væru fánýt, enda þekkti
ég föðurinn persónulega og hefi
alltaf borið virðingu fyrir frið-
helgi heimila. Þó undraðist ég
stórlega þann anda og þá and-
úð, sem þetta heimili virtist
gagnsýrt af gegn heilbrigðum
áhugamálum og göfugu starfi
piltsins, sem þar ólst upp.
Nokkru síðar hætti ung-
menni þetta þátttöku í bindind-
isstörfunum í bænum. Andi
föðurins hafði þar borið sigur
úr býtum.
Ekki leið svo ýkjalangur tími,
þar til ég fékk vissu fyrir því,
að pilturinn var tekinn að
neyta áfengis. Mundi hann ekki
í þeim efnum einnig vera að
þjóna vilja föðurins? Hvað
gat ég ályktað annað eftir
hrakyrðin?
Nokkru síðar fékk þessi ungi