Blik - 01.04.1960, Side 16
14
B L I K
I áður greindri ,,TJtskýring-
artilraun" sinni segir séra Jón
Austmann, að af 210 börnum,
sem fæddust í Ofanleitissókn
á árunum 1817—1836, hafi 157
dáið úr ginklofa eða 74,8%. Á
árunum 1837—1842 fæddust í
Eyjum, báðum sóknum samein-
uðum, 120 börn, þar af dóu 87
úr ginklofanum eða 72,5%.
Embættistíð séra Jóns J.
Austmanns
Til er í þjóðskjalasafni Min-
isteralbók Ofanleitissóknar
1806—1816 (11 ár). Þau ár
eru fermd í sókninni 37 börn
flest 14—16 ára. Tvö þeirra
17 og 19 ára. Það er tekið fram,
að foreldrar, fósturforeldrar
eða húsbændur barnanna hafi
annazt kennsluna, sem líklega
eingöngu var fólgin í lestrar-
námi, og svo lærður Ponti’)
sálmar, einstök vers og bænir.
Að vísu hafði Balles-lærdóms-
bókin2) víðast þá verið tekin í
‘) Þetta spurningakver hét
„Sannleikur guðhræðslunnar", en
var „uppnefnt“ eftir höfur.di sín-
um Pontoppidan, biskupi í Dan-
mörku. Það var þýtt úr dönsku
handa íslenzkum börnum. Kver
þetta var notað til fermingarundir-
búnings frá 1746 og fram um alda-
mótin 1800. Eftir 1772 voru not-
aðar með kveri þessu sérstakar
spurningar, sem séra Vigfús Jóns-
son, prestur í Miklholti samdi.
Sjá Sögu alþýðufræðslunnar á
íslandi eftir Gunnar M. Magnúss.
notkun samkv. tilskipun 1798,
en í afskekktum sveitarfélögum
mun Ponti hafa verið notaður
öðrum þræði enn nokkur ár, og
svo var það í Eyjum fyrst eft-
ir aldamótin 1800. En 1813 er
það tekið fram, að fermingar-
börnin hafi lært „þá nýju lær-
dómsbók“. Presti bar að sjá um
það með húsvitjunum, að börn-
in og unglingamir lærðu að
lesa í heimahúsum, og svo
kverið, sálma og bænir eftir
því sem næmi og aðrar guðs-
gjafir hmkku til hjá barninu.
Mjög fór það eftir dyggðugu
starfi prestanna, áhuga þeirra
og lagni, hversu árangurinn af
þessu heimanámi varð mikill.
Tornæmu börnin vom oft og
tíðum ekki fermd fyrr en 17—
19 ára. Þá loks töldust þau
hafa lokið hæfilegum ferming-
2) Höfundur Balles-kversins var
Balle biskup á Sjálandi. Titill þess
var: Lærdómsbók í evangelískum,
kristilegum trúarbrögðum handa
unglingum, selst almennt innbund
in 10 fiskum.
íslendingar nefndu kver þetta
eftir höfundi sínum eins og Ponta.
Það var notað hér á landi um 70
ára skeið, og þótti það kostur á
kverinu, miðað við Ponta, að það
var styttra.
Dönsku börnin í Vestmannaeyj-
um, börn hinna dönsku verzlun-
arþjóna og verzlunarstjóra, svo og
sýslumanna, þegar þeir voru Dan-
ir, sem fluttust til Eyja með stálp-
uð börn, lærðu Balles-kverið á
frummálinu, dönsku, og fermd „upp
á það“ með biskupsleyfi.