Blik - 01.04.1960, Page 19
B L I K
17
og spurt þau og hvatt nokkurn
hluta úr árinu, oftast hafið það
starf með föstu og gert það
eitthvað fram á vorið, stundum
aðeins eitt ár fyrir fermingu,
stundum tvö, stundum þrjú.
Ef til 'vill er rétt að skyggn-
ast eilítið inn í húsakynnin hjá
Eyjaskeggjum á þessum árum.
Enskur maður er á ferð hér
á landi á árunum 1814—1815.
Hann hét Ebenezer Henderson.
Hann skrifaði mikla sögu af
ferðum sínum hér á landi þessi
ár. Hún er talin hið merkasta
rit, sannorð, sanngjörn og góð-
viljuð, hleypidóma- og öfga-
laus. M.a. ferðaðist Henderson
austur undir Eyjafjöll, en til
Eyja lagði hann ekki leið sína.
Eyfellingar þekktu vel til í
Vestmannaeyjum og gátu frætt
þennan merka enska fræði-
mann um margt þar um at-
vinnuhætti og líf fólksins yfir-
leitt. Sérstaklega virðist hinn
enski ferðamaður hafa skráð
hjá sér frásögn prestsins 1
Holti, séra Brynjólfs Sivert-
sens, um líf Eyjabúa. Þama
segir m. a. um Vestmannaeyj-
ar:
„Verzlun er þar töluverð, og
er einkum verzlað með fisk og
fiður af bjargfugli. Er mikið
veitt af honum, enda em Eyja-
skeggjar frábærlega fimir að
klífa björg, jafnvel hin ægileg-
Ustu, og síga í reipum niður
a varpsyllurnar. Kjötið af fugl-
inum nota þeir ekki einungis
til manneldis, heldur þurrka
það einnig og brenna því. Lykt-
in af því eldsneyti er svo ill,
að hún gerir aðkomumönnum
ólíft í kofunum, sem að öðru
leyti eru óskemmtileg híbýli.“
I þessum híbýlum lærðu börn-
in og unglingamir lesturinn og
hin kristnu fræði sín. Þar
lærðu þau líka ýmisleg verk-
leg störf, sem þeim var nauð-
synlegt að kunna, þegar lífs-
baráttan tók við, svo sem
skinnklæðagerð, seglasaum,
vefnað og ýmsar smíðar. Á vor-
in og sumrin voru bömin og
unglingamir látnir hefja sjó-
sókn, jafnvel ekki eldri en 10
til 12 ára. I tómstundum sín-
um allan ársins hring iðkuðu
börn og unglingar svo sprang
og ýmsar aðrar íþróttir, fimi
og leiki, sem stæltu kjark og
dirfsku til fjallaferða og alls
annars bjargræðis.
Árið 1830 var stofnaður
barnaskóli í Reykjavík. Þennan
skóla stofnuðu danskir kaup-
menn, og svo embættismenn, ís-
lenzkir og danskir. Skólinn var
fyrst og fremst stofnaður handa
börnum þeirra, en svo var leyfi-
legt að taka þar inn „alþýðu-
börn“, ef foreldrarnir óskuðu
þess og gátu greitt fyrir þau.
Barnaskóli þessi var styrktur
af Thorkilliisjóðnum, þó hafði
gefandinn og stofnandi sjóðs-