Blik - 01.04.1960, Síða 27
B L I K
25
þeirra 24 ára, er hann var þar
sóknarprestur.
Árið 1918 gaf Fræðafélagið
út æviágrip séra Brynjólfs
Jónssonar með sóknarlýsingu
hans af Vestmannaeyjum, sem
Gísli læknir, sonur séra Brynj-
ólfs, kostaði. I æviágripi þessu
er farið nokkrum orðum um
menningarástand Eyjabúa, þeg-
ar séra Brynjólfur gerðist þar
prestur og séra Jón Austmann
hafði illa getað að staðið um
árabil sökum elli og lasleika.
Með því að hið merka bindind-
isstarf séra Brynjólfs hafði
mikil áhrif til góðs hinum upp-
vaxandi æskulýð 1 Eyjum á
hans tíð, þykir hlýða að tengja
það hér öðru fræðslustarfi
hans þar, því að menningar-
ástand Eyjabúa var í lakasta
lagi, þegar hann fluttist þang-
að. Agaleysi á flestum sviðum
og drykkjuskapurinn og at-
hafnaleysið keyrðu úr hófi
fram.
1 nefndu æviágripi segir orð-
rétt:
„Þegar séra Brynjólfur kom
til Eyjanna, var ástandið þar
ekki glæsilegt. Að sönnu voru
bjargráð ekki slæm hjá eyja-
búum, en framtakssemi var lít-
il, eins og víða vildi brenna
við í þá tíð, og bætti það ekki
úr, að eyjamenn voru í meira
lagi drykkfelldir, enda var á-
fengið þá mjög ódýrt og greitt
aðgöngu við búðarborðið, og
mönnum lítt talið til hneisu,
þótt þeir fengju sér ærlega í
staupinu. En af þessu leiddi, að
margir, sem annars hefðu get-
að verið sjálfbjarga, urðu ör-
snauðir og öðrum til byrði. Lít-
ið hafði hingað til verið gjört
til þess að stemma stigu við
ofdrykkjunni, en séra Brynj-
ólfur sá, að þetta ástand var
eyjunum til hins mesta hnekkis
og lagði sig þá allan fram til
þess að fá gjört eyjaskeggja
fráhverfa drykkjuskapnum.
Hann stofnaði því árið 1862')
Bindindisfélag Vestmannaeyja
og var forseti þess til æviloka.
Sjálfur hafði hann þegar í lat-
ínuskóla gengið í bindindi á-
samt flestum kennurum skól-
ans og mörgum skólapiltum.
Hélt hann það síðan til dauða-
dags .... Bindindisfélag þetta
hafði mikil og farsæl áhrif á
eyjaskeggja, og margir, er illt
höfðu átt með að gæta hófsins,
gengu í félagið og urðu öðrum
til fyrirmyndar. Og þannig
bættust siðir manna að góðum
mun.“
Árið eftir að séra Brynjólfur
Jónsson fluttist til Vestmanna-
eyja og gerðist þar aðstoðar-
prestur, eða 1853, var danskur
maður skipaður sýslumaður
þar.
’) Þetta er skakkt. Séra Brynjólfur
stofnaði bindindisfélag sitt 27. nóv.
1864.