Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 32
30
B L I K
til Jónspostilla.1) Kemur þetta
vel heim við það, sem hér er
áður haft eftir séra Jóni Aust-
mann, sóknarpresti. um bóka-
eign Eyjabúa. Næstum á hverju
heimili voru lesnir húslestrar,
einkum á föstunni og helgum,
ef ekki var farið 1 kirkju.
Árið 1866 var prentað hér á
landi nýtt spurningakver. Það
var þýtt úr dönsku eins og
fyrri spurningakverin. Höfund-
urinn var Balslev stiftprófast-
ur í Danmörku. Það var þýtt á
ísl. og ruddi sér brátt til rúms
og varð bráðlega mjög víða
notað við kristindómsfræðsluna
hér á landi. Það var mun
styttra en Balleskverið og þótti
auðskildara eða aðgengilegra
fyrir börnin. Nokkur ár var
það notað í Eyjum sem annars
staðar jöfnum höndum með
Balleskverinu, en víða ein-
göngu, þegar fyrsta kverið,
sem íslenzkur maður samdi,
kom út 1877 eða 1878. Það var
kver Helga Hálfdánarsonar,
prestakennara og sálmaskálds,
og h ét í upphafi ,,Hinn
kristilegi barnalærdómur".
Á þessum árum höfðu ver-
ið gefnar út tvennar Biblíusög-
ur, báðar bækurnar þýddar úr
dönsku, Tangs- og Balslevs-
‘) Sjá greinina Alþýðufræðsla og
barnaskólar í Vestmannaeyjum á
18. og 19. öld eftir Jóhann Gunnar
Ólafsson í Gamalt og nýtt, 2. árg.,
6. hefti, marz 1950.
biblíusögur. Þær voru notaðar
með hinu nýja kveri, Balsevs-
kverinu. Prófastur hvatti sókn-
arprestinn í Eyjum sem aðra
presta að nota heldur Balslevs-
kverið. 1 umboðsbréfi prófasts,
dags. 3. júní 1866, segir svo:
„Ég get því ekki betur séð, en
að bezt sé meðan svona stend-
ur, að við allir, hver í sínu
lagi, heldur styðjum að því, að
þau börn, sem eru að byrja að
læra sinn bamalærdóm, brúki
heldur Balslevs- en Balleskver
.... Miklu styttra en hitt. .. .
Ryður sér til rúms erlendis".
Yfirleitt eru fermingarböm-
in eldri að öllum jafnaði, þegar
séra Brynjólfur fermir en séra
Jón Austmann. Töluverður hluti
þeirra er 15 ára og nokkuð
algengur fermingaraldur er þá
16, 17 og 18 ár. Foreldrar, fóst-
urforeldrar eða húsbændur hafa
haft fermingarbörnin „í læri“
allt að 8 ár sum, flest 5—7 ár,
og þau byrja að ganga til
spurninganna hjá presti 10, 11
og 12 ára gömul og þannig
gengið til prestsins 3—5 ár fyr-
ir fermingu. En þetta var
börnunum ekki nægilegt, ef
eftirlit skorti með heimakennsl-
unni eða prestur hlífði sjálfum
sér við að rölta á milli heimil-
anna, „prófa“ börnin og skrá
árangur. Ef til vill skapaði
skráningin sterkasta aðhaldið,
óttinn við bókfærða minnkun,