Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 34
32
B L I K
mannaeyjum (f. 1. des. 1831).
Hann var næsta óvenjulegur
maður á ýmsa lund. Hann
hafði m.a. brennandi áhuga á
öllum fræðslu- og öðrum menn-
ingarmálum, og tóku Eyja-
menn brátt að njóta uppeldis
hans og starfsorku í þeim efn-
um. Hann var, eins og á var
drepið, fæddur og alinn upp í
Flatey á Breiðafirði, en á
þeim stað brunnu skærast blys
fróðleiks og menningar á öllu
Vesturlandi, svo að ekki sé of-
mikið sagt, einmitt á uppvaxt-
arárum Bjarna Magnússonar
sýslinnanns. Þá logaði hvað
skærast arineldur Framfara-
stofnunar Flateyjar undir for-
ustu séra Ólafs Sivertsens.
Lestrarfélag Flateyinga, sem
stofnað var 1833 og er elzta
lestrarfélag landsins, óx að
bókum, bæði íslenzkum og er-
lendum ár frá ári og glæddi
með ungum og gömlum lestrar-
löngun og fróðleiksfýsn við
Breiðafjörð. Og enn færðust
þeir í aukana, Flateyingarnir.
Um það leytið, sem Bjarni
Magnússon fór að heiman til
náms í Menntaskólann í Rvík,
hófu forustumenn Flateyinga
útgáfu hins merka ársrits
Gests Vestfirðings.
Árið eftir að Bjami sýslu-
maður settist að í Vestmanna-
eyjum, beitti hann sér fyrir
stofnun lestrarfélags þar með
þeim séra Brynjólfi Jónssyni,
sóknarpresti, og J.P.T. Bryde,
kaupmanni. (Sjá Blik 1957).
Lestrarfélag Vestmannaeyja
efldist furðu fljótt að bóka-
eign, t.d. gaf ríkisstjórnin fé-
laginu bækur fyrir 200 ríkis-
dali 1865 fyrir atbeina Bjarna
sýslumanns. Hann annaðist
sjálfur bókasafn Lestrarfélags-
ins og sá um útlán og bóka-
kaup. Auðvitað gerði hann það
allt endurgjaldslaust. Lestrar-
félag Vestmannaeyja átti um
600 bindi af bókum, þegar
Bjarni sýslumaður fluttist úr
Eyjum árið 1872.
Lestrarfélag Vestmannaeyja
glæddi lestrarlöngun og nám-
fýsi æskulýðsins í Eyjum, eins
og forustumennirnir ætluðust
til, og orkaði til góðs á bæjarlíf-
ið í heild. Ungum mönnum skild-
ist það farsælla og þroskavæn-
legra að njóta bóka félagsins,
eyða tómstundum sínum við
lestur þeirra, en að hengilmæn-
ast í búðunum hverja tómstund
og láta þar glepjast og freistast
til áfengisneyzlu og annars
skaðræðis. Sú tízka reyndist þá
og löngum síðar erfiðust við-
fangs og torveldust til að upp-
ræta, enda var þessi ómenning
tekjulind selstöðukaupmann-
anna í Eyjum, þar sem lágkúru-
leg menning fólksins, undirok-
un, fátækt og skuldabasl fæddi
af sér örvænting og deyfð a
öllum sviðum.
Tveim árum síðar en Þeir