Blik - 01.04.1960, Síða 46
Tóti í Berjanesi
Þegar sá maður dvelst hér,
er hann einhver kynlegasti
kvisturinn í bænum. Öll skyldu-
störf sín vinnur hann af
fremstu getu og fyllstu sam-
vizkusemi og skyldurækni, svo
sem vit og geta hrekkur til.
Heiðríkja er yfir hugsun hans
og góðvild til alls og allra. En
stundum er hann sérkennilegur
í orðum og meinlega saklaus
fyrir glettni og græskulausri
kerskni meðbræðranna. Þessi
náungi heitir Þórarinn Einars-
son fullu nafni. Hann fæddist
18. marz 1897 í Fljótakróki við
Steinsmýri í Meðallandi. For-
eldrar hans voru hin valin-
kunnu sæmdarhjón Einar Ein-
arsson bóndi og Þuríður Elías-
dóttir. Þessi hjón bjuggu um
skeið á Kársstöðum 1 Land-
broti og síðan að Norður-Fossi
í Mýrdal. Þaðan fluttust þau
hingað til Vestmannaeyja árið
1922. Eftir 10 ára dvöl hér,
eða árið 1932, fluttust þau til
Reykjavíkur í hornið hjá Höllu
dóttur sinni þar.
Einar bóndi dó 1942, áttræð-
ur að aldri. Þuríður húsfreyja
kona hans dó 1946 77 ára.
Tóti í Berjanesi, eins og
hann er venjulega nefndur hér,
og þá kenndur við heimili bróð-
ur síns við Faxastíg, —
kom hingað til Eyja fyrsta
sinni árið 1925. Síðan hefur
hann unnið hér á fjölmörgum
vertíðum, ýmist við fisk eða þá
önnur störf í tengslum við
framleiðsluna.
Eitt sinn sem oftar hitti ég
Tóta á förnum vegi í bænum.
Hann var þá 1 sólskinsskapi
eins og jafnan. Þetta var einn
af síðustu dögum vertíðarinnar.
„Mikið ertu annars orðinn
bústinn, Tóti minn,“ segi ég.
,,Ég held þú hafir safnað á þig
á vertíðinni, og er það þó öfugt
við það, sem vera ber svona á
mesta annatíma ársins.“ —
,,Oh-, þetta er ekki ýstra,“ seg-
ir Tóti, „heldur peningar, því
að ég var einmitt núna að fá
greitt kaup fyrir tvo síðustu
mánuðina, ekkert smáræði“. Og
Tóti stríkur niður vinstri boð-
anginn á jakkanum heldur
svona borginmannlega. Þá veiti
ég því athygli, að hann er allur
meiri þeim megin. Þá tjáir
hann mér, að hann stefni að
því að verða húseigandi í Vík
í Mýrdal. Svo tökrun við þá