Blik - 01.04.1960, Page 62
60
B L I K
hinir tveir síðarnefndu, sem
aldrei höfðu stundað sjó á
Austfjörðum, rætt við Magnús
Guðmundsson um línuveiðam-
ar þar eystra, gerð línunnar og
gagn hennar. Þessa vertíð
komu þeir sér saman um að
láta nú til skarar skríða og
draga út með línu, þegar á
liði. Magnús hafði oft haft á
orði, að marga stormasömu
dagana, þegar þeir lítt gátu
að staðið með færin, hefðu þeir
auðveldlega getað athafnað sig
við línu.
Svo hefst þá ,,línuöldin“ í Eyj-
um í aprílmán. 1897 (10. apríl).
Dagana 7. og 8. sama mánaðar
höfðu ofan nefndir formenn lít-
ið aflað á handfærin. Magnús
hafði fengið einn í hlut t. d.
Þegar að var komið 8. apríl,
höfðu þeir ágætu menn sam-
ráð um að hefja nú brautryðj-
endastarfið og róa með línu að-
faranótt 10. apríl. Dagurinn 9.
apríl var notaður til þess að
undirbúa línuróðurinn. Línuna
áttu þeir að mestu tilbúna.
höf ðu sett hana upp um haustið,
og þá keypt í hana strengina
í verzlun eða notazt við eitthvað
af hinum sveru, ensku strengj-
um úr strandgóssi línuveiðar-
ans. Annars voru þeir strengir
beztir í uppistöðurnar, bólfærin.
þeir höfðu líka látið sponsa
kálfsbelgi handa sér um haustið
og veturinn, svo að nú þurfti
Hannes Jónsson.
ekki annað en að blása þá upp.
Það voru línubólin. Einnig
höfðu þeir látið smíða bjóðin.
Stjórar voru fatlaðir um dag-
inn og línan beitt. Síðan var
gengið til hvíldar. Morguninn
eftir eða þegar stutt lifði nætur
var svo dregið út með línuna.
Þrjú hin ágætustu skipin 1 flota
Eyjamanna þá dreifðu sér eftir
geðþótta formannanna og á-
kvörðun, og var svo línan lögð.
Fáir þekktu betur botnlagið í
kringum Eyjar en þeir, sem
stundað höfðu þar handfæra-
veiðar árum saman. Svo var um
þessa þrjá menn.
Afli þeirra var misjafn um
daginn. Magnús Guðmundsson
fiskaði vel. Hann fékk 21 í hlut
af þorski og tvær ýsur að auki
eða um hálffermi á stærsta átt-