Blik - 01.04.1960, Page 72
70
B L I K
garð, þar sem Ingólfshvoll
stendur nú.
Óskað var þegar eftir því við
umboðsmann ríkisins, sýslu-
manninn, að Isfélagið fengi
þarna útmælda svo ríflega lóð,
að hún leyfði stækkun hússins
síðar.
Nú skyldi taka til óspilltra
mála og hraða byggingunni
sem mest. Gísli Stefánsson í
Hlíðarhúsi, sem var vanur
verkstjóri við vegaframkvæmd-
ir sýslusjóðs, var ráðinn verk-
stjóri við bygginguna og skyldi
ráða verkamenn. Skyldi hann
hefjast handa sem allra fyrst
og ráða menn til þess að aka
grjóti að grunnstæðinu, meðan
lítið væri um atvinnu í kaup-
túninu, en fjöldi verkfærra
manna annars austur á fjörð-
um í kaupavinnu eða við sjó-
sókn. Það var m.a. ástæðan
fyrir því, að aðalfundi félags-
ins það ár var frestað til
haustsins, þar til félagsmenn
væru komnir heim af Aust-
fjörðum.
Sumarið 1902 var unnið svo
kappsamlega að íshússbygging-
unni, að í september um haust-
ið sást fyrir endann á verk-
inu. Þá afréð stjórnin á fundi
sínum að selja ýmislegt af-
gangsefni frá íshússbygging-
unni. M.a. höfðu af gengið 23
tylftir af gólfborðum. Skyldu
þau seld á kr. 12,00 hver tylft
eða á eina krónu borðið. Einn-
ig voru 12 sekkir af sagi til
sölu, naglar o. fl., en sag var
þá notað til að einangra með
útveggi íshúsanna, Einnig þá
í september samþykkti stjórn-
in að ráða félaginu íshússvörð,
eins og þeir menn voru kallað-
ir, sem önnuðust afgreiðslu
þeirra vara, er íshúsin geymdu
og „lögðu í“ þau, eins og það
var kallað, að mylja ísinn,
blanda hann salti og fylla hol-
rúmið milli útveggjanna og
geymsluklefans með honum. ís-
hússvörðurinn skyldi ráðinn
frá sumarmálum 1903.
Þá afréð stjórnin einnig að
leita eftir samþykki bænda hér
og umboðsmanns ríkisins, að
félagið fengi forgangsrétt að
ístöku t.d. á Vilpu og Dal-
tjöminni.
Þegar félagsmenn voru allir
komnir heim frá Austfjörðum
haustið 1902, efndi félags-
stjórnin til aðalfundar. Það var
um miðjan nóvember. Þar voru
m.a. lagðir fram byggingar-
reikningarnir. Kom þá í ljós,
að íshúsið hafði kostað kr.
3200,00 og orðið um kr. 1000,00
dýrara en upphaflega hafði á-
ætlað verið. Olli það mestu um
hærra verð á efni en gert hafði
verið ráð fyrir, svo og hærri
tímalaun verkamanna. Galli var
á: Enginn fullnaðarreikningur
lá fyrir frá viðarsalanum,
Bryde kaupmanni.
Skuldir félagsins námu nú