Blik - 01.04.1960, Síða 80
78
B L I K
Á næsta fundi sínum ræddi
stjórnin hin fyrirhuguðu báta-
kaup, hvort gerlegt mundi að
kaupa stóran þilfarsbát, svo
sem 40 fóta langan, sem knú-
inn væri 8 hestafla Danvél. Svo
stóð á, að formaður félagsins,
Gísli J. Johnsen, hugði til ut-
anferðar á næstunni. Honum
var því allt falið varðandi þetta
mikilsverða mál, bæði um lán
til handa félaginu til að stofna
til síldarútgerðar svo og báta-
kaupin. Þá var honum einnig
falið að festa kaup á síldar-
netum erlendis og „öðru fyrir-
tækinu til heilla“, eins og það
er orðað í fundargerðinni.
Jafnframt var varaformanni,
Gísla Lárussyni, falið að kynna
sér hvort hinn væntanlegi síld-
arbátur fengist tryggður í
Skipaábyrgðarfélaginu, eins
og Bátaábyrgðarfélag Vest-
mannaeyja hét þá. Með þetta
,,nesti“ sigldi svo formaður Is-
félagsins til útlanda.
I febrúar þetta ár (1905) var
fyrirsjáanlegur síldarskortur í
Eyjum og vertíðin að hefjast.
Áfréð þá stjórnin að skrifa
formanni sínum og biðja hann
að grennslast eftir því, hvort
síld mundi fáanleg frá Noregi,
og það sem allra fyrst. Jafn-
framt þótti stjórninni viss-
ara að aðvara formanninn um
kaupin á síldarbátnum, þar
sem margir félagsmenn höfðu
nú fengið eftirþanka og látið
þá í Ijós ótta við það framtak,
og stjórnin þess vegna fengið
slæmar undirtektir um stuðn-
ing við það, þegar á átti að
herða.
Jafnan hafði reynzt torvelt
á vertíð og miklum erfiðleikum
háð að geta notfært íshúsinu
ísinn á Vilpu, þegar hún var
ísi lögð, sökum manneklu,
nema fyrir hátt kaup, sem fé-
lagið hafði engin efni á að
greiða, því að úr þegnskyldu-
vinnunni varð lítið, þegar á
reyndi, og e.t.v. ekki að ástæðu-
lausu, því að hver átti nóg
með sig á þeim árum.
I örvæntingu sinni um að fá
síld á línuna á vertíðinni 1905
höfðu nokkrir útgerðarmenn í
Eyjum fest kaup á síld frá
Englandi. Hún kom til Eyja
með enskum togara. Þessi síld-
arkaup voru gerð bak við ís-
félagið. Þegar á reyndi sáu
þessir útgerðarmenn sér engin
tök á að geyma síldina eða
greiða hana. Var þá flúið til
stjórnar Isfélagsins. Félagið
átti enga peninga til að leggja
út fyrir síldina, hins vegar
var þess kostur að geyma hana
í íshúsinu og verja hana þar
skemmdum. Endirinn varð sá,
að formaður ísfélagsins greiddi
úr eigin vasa allt andvirði síld-
arinnar og lánaði það þannig
útgerðarmönnum, og með
þessu móti höfðu þeir næga
síld fram á vor.