Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 81
B L I K
79
Haustið 1905 bauðst ísfélagi
Vestmannaeyja síld frá Stokks-
eyri. Þá hafði Sigurður hrepp-
stjóri Sigurfinnsson siglt vél-
bát sínum „Knerri“ heim til
Eyja frá Noregi. Hann var 10
smálesta bátur með 8 hestafla
Dan-vél og hóf þegar ýmsa
vöruflutninga, þegar heim kom.
Bátur Sigurðar var nú leigður
til þess að sækja síldina til
Stokkseyrar. Báturinn kom
aftur með síldina eftir 40 klst.
Sigurður vildi fá 400 kr. fyrir
Stokkseyrarferðina. Isfélagið
hafði engin ráð með að greiða
þá ferð svo dýru verði að fé-
lagsmönnum fannst, og var af-
ráðið að greiða Sigurði fyrir
ferð þessa kr. 250,00. Ekki
gerði Sigurður sig ánægðan
með þá greiðslu. Fjórir menn
voru í ferð þessari með Sig-
urði, Samdist svo um, að þeir
fengju hver um sig 12 krónur
fyrri ferðina eða 30 aura um
tímann í 40 stundir. Stapp og
fundahöld urðu um eftirstöðv-
ar skuldarinnar við Sigurð.
Ekki var það örgrannt, að þær
raddir heyrðust, að sjálfsagt
væri að greiða Sigurði hrepp-
stjóra alla upphæðina orða-
laust, því að ísfélagið væri
komið á hausinn hvort sem
væri. Ofaná varð, að greiða
Sigurði kr. 350,00 fyrir ferð
þessa, þar sem heitið hafði
verið upphaflega að gera hann
skaðlausan af ferðinni.
Eins og áður hefur verið
drepið á, var skortur á ís og
snjó jafnan þrándur í götu
þess, að íshúsið væri örugg
beitugeymsla meginhluta árs-
ins. Fyrirhugað var í upphafi
starfsins 1901 að flytja ís af
Daltjörninni í Herjólfsdal á
handvögnum alla leiðina austur
í íshúsið. Til þess að það mætti
takast, var vegurinn í Dalinn
endurbættur í þegnskylduvinnu
félagsmanna. Þegar á reyndi,
kom í ljós, að þetta var ó-
gjörningur. Afköst engin eða
árangur en erfiðið óskaplegt. Á
aðalfundi 1906 (27. jan.) var
samþykkt sú hugmynd for-
manns að byggja ísgeymsluhús
í Herjólfsdal og safna í það ís
af tjörninni. Einnig var þá
samþykkt að búa til ístjörn í
kauptúninu í námunda við sjálft
íshúsið. Hins vegar fékk það
nú engan byr með félagsmönn-
um að kaupa bát og stofna til
síldveiða fyrir Isfélagið.
Tekjur félagsins á árinu 1905
námu kr. 5842,72 en gjöldin kr.
5752,62. Hreinar tekjur því um
90 krónur.
Margt bar til þess, þegar
Gísli J. Johnsen var á sínum
tíma kosinn formaður Isfélags
Vestmannaeyja. Hann var þeg-
ar orðinn umsvifamesti at-
vinnurekandi í Vestmannaeyj-
um. Víðsýni hans um tök og
tækni og þekking hans á pen-
inga- og viðskiptamálum var
#