Blik - 01.04.1960, Page 82
80
B L I K
meiri en nokkurra annarra
Eyjabúa þá. I tíðum utanferð-
um hafði kaupmaðurinn kynnzt
mörgu, sem að því laut. Dugn-
aður hans og þekking, útsjón
og úrræðasemi voru svo áber-
andi eiginleikar í fari hans, að
félagsmenn ísfélagsins fólu
honum líf þess og þróun og
treystu honum einum til þess
að ráða fram úr fjárhags-
vandræðunum, enda hafði hann
iðulega með aðstoð hins vel-
viljaða gjaldkera aftrað því
með eigin fé, að Eyjasjómenn
stæðu höndum uppi, beitulaus-
ir og svo bjargarlausir á ver-
tíð.
I siglingum sínum hafði Gísli
J. Johnsen m.a. kynnzt því, að
til voru frystivélar eða kæli-
vélar og íshús rekin erlendis
í krafti þeirrar tækni.
Á stjórnarfundi 18. desemb-
er 1906 drap hann á það,
hversu ómetanleg framför væri
að því og þægindi Eyjamönn-
um, ef þeir gætu eignazt íshús
með kælivélum. Þar með væri
hægt að losna við hina óvin-
sælu ístöku og salteyðslu m.m.
Fyrir utan allt það öryggi um
geymslu síldarinnar, sem fæl-
ist í því að eiga íshús knúið
vélaafli. Þetta hafði hann séð,
og þessu hafði hann kynnzt er-
lendis. En hvað var hægt að
gera? Félagið snautt og hvergi
lán að fá.
Almennur félagsfundur var
haldinn þennan sama dag. Þar
var skorað á stjórnina að festa
kaup á nægri síld fyrir vertíð,
þó að engir peningar væru
handbærir til þess að greiða
hana með. Auðsjáanlega var
treyst á formann og gjaldkera,
að þeir legðu fram fé til síld-
arkaupanna, eins og jafnan áð-
ur.
Þessu hétu þeir nú félags-
mönnum en þó með því skil-
yrði, að sýslusjóður ábyrgðist
skilvísa greiðslu. Þeir menn
voru til innan félagsins, sem
gættu þess eins að panta nógu
mikla síld, þegar síldarpantan-
ir voru gerðar, en hirtu hins-
vegar minna um greiðsluna.
Þessi fundur vildi skuldbinda
félagsmenn til þess að greiða
alla þá síld, sem þeir pöntuðu,
svo að engum prettum yrði
komið við í þessum viðskipt-
um.
Enn stóð utanför fyrir dyr-
um hjá formanni ísfélagsins,
og var nú þeirri beiðni beint til
hans á fundinum, að hann
kynnti sér í för þeirri verð og
gerð á kælivélum, sem hentað
gætu Eyjamönnum eða ísfélagi
Vestmannaeyja.
Fyrri hluta ársins 1907 var
svo komið áhuga félagsmanna,
að ekki varð haldinn aðalfund-
ur í félaginu sökum þess, hve
fáir mættu til fundar. Tvíveg-
is þó boðað til fundarins.
27. nóvember 1907 hélt