Blik - 01.04.1960, Síða 92
90
B L I K
virðingar verðir í sambúð sinni
og daglegu lífi .... “
Þ. Ö„ 3. b.
„. . . . Mér finnst dálítið leið-
inlegt, þegar mamma er að
vinna úti og enginn er heima,
þegar ég kem úr skólanum. En
hún uppgötvar alltaf eitthvað
nýtt, sem henni finnst hún þurfi
að kaupa sér, og þá fer hún að
vinna úti. I vetur ætlar hún að-
eins að vinna eftir hádegið . . “
G. B.
„. . . Innileg tengsl millifor-
eldra og bama em mjög nauð-
synleg. Ef foreldrarnir em
drykkfelldir eða neyta áfengis
annað eða báðir, er ekki von á
góðu. Börnin missa þá virðingu
fyrir f oreldrum sínum og margt
annað gengur úr skorðum á
heimilinu því. Öll óregla hefir
vond áhrif á börnin, gerir þau
hrædd og veikluð, og búa sum
að slíkum hörmungaáhrifum
alla ævi.....“
V. M. B., 3. verknáms.
Tízka
„. . . . Ég held, að mikið minna
sé um tízku hjá strákum en okk-
ur stúlkunum. Eitthvað bera
þeir þó við að elta tízku eða búa
sér til tízku. T. d. er það tízka
hjá þeim núna að hneppa ekki
tvo efstu skyrtuhnappana svo
að sjáist í nærbolinn. —
Það er allt í lagi.
En bolurinn er stundum svo
skitinn, að ekki verður fullyrt,
að hann sé hvítur, eins og hann
á auðvitað að vera. —
Svo er víst líka tízka hjá þess-
um drengjum að maka svo mik-
illi feiti í hárið á sér, að það er
þykkt og stundum stíft. Ef til
vill bera sumir smjörlíki í það.
loppamir standa upp í loftið
eins og kýrhali á vordegi . .. . “
E. E„ 3. b.
Doddi og Gulla
Ég var í sveit, þegar ég var
tólf ára og þá skeði þetta atriði,
sem ég ætla að segja frá núna.
Það var fagran sumarmorg-
un, að ég var á leið með kýmar
í hagann, og af því að veður var
svo gott, sólskin og rjómalogn,
gat ég ekki annað en bmgðið
mér í bezta skapið og hrifizt
með litlu fuglunum, sem sungu
svo fagurt, spóanum, sem vall
úti í móa, og lóunni, sem söng
„dýrðin, dýrðin“. Jafnvel kým-
ar virtust hlusta á þennan fugla
söng og teyga að sér ilm nátt-
úmnnar.