Blik - 01.04.1960, Síða 96
94
B L I K
mamma komin. Ég sagði henni,
að ég væri svo lin, að ég yrði
að fara í rúmið. Mamma var
hrædd um, að ég hefði ofkælt
mig úti.
Um miðja nótt vaknaði ég
og mér leið illa. Ég varð að fá
að létta á hjarta mínu og segja
mömmu allt. Ég kallaði á
mömmu. Hún kom til mín og
settist hjá mér. Hún sagðist
vita, af hverju mér væri svona
illt.
Ekkert varð mamma vond
við mig, eins og ég mátti þó
búast við. Hún sagði bara, að
sér þætti vænt um að heyra
sannleikann. Svo sagðist hún
vilja gefa mér heilræði í stuttri
málsgrein: ,,Sá, sem stal, steli
ekki framar.“ Mamma kyssti
mig svo á kinnina og bað mig
að biðja guð að hjálpa mér til
þess að gera aldrei slíkt fram-
ar.
Mikið leið mér vel, eftir að
ég hafði sagt henni mömmu
allan sannleikann o g hún hafði
fyrirgefið mér. Þá var barns-
hjartað mitt sælt.
Kristjana Björnsdóttir,
Gagnfraeðadeild.
t=SSf==
Þegar ég varð hræddur
Ég er hugaður eins og ljón
og hef sjaldan orðið hræddur.
En eitt atvikermér minnisstætt.
Á vertíð 1953 ætlaði ég og
annar strákur niður á bryggju.
Við vorum á aldrinum 7—8
ára. Við lögðum lykkju á leið
okkar og fórrnn inn í olíuport,
sem BP á, því að það var opið.
Við klifruðum síðan upp á
norðurvegginn á innanverðu
portinu og litum á seiðin, sem
syntu í þaranum í sjónum norð-
ur af. Af þessu vorum við hug-
teknir um stund. Brátt urðum
við samt leiðir á þessu og ætl-
uðum út úr portinu. — En viti
menn ? Þegar við komum að
hliðinu, var búið að loka því og
aflæsa. Við klifruðum upp á
það að innan verðu, en þar
voru járnbitar. Við treystum
okkur ekki niður hliðið að ut-
an verðu, því að þar var það
lagt sléttum jámplötum.
Tókum við nú til að hrópa
og kalla. En þegar enginn
heyrði til okkar, hættum við
því og fórum að gráta. Svo
var grátið um hríð. Svo tókum
við til að hrópa og kalla á nýj-
an leik. Allt kom það fyrir
ekki. Svo hófst grátur á ný. —
Loks sagði Matti, en svo hét
pilturinn, sem með mér var:
„Þetta gagnar ekki, við verðum
að kalla hærra.“ Komum við
okkur þá saman um að kalla
báðir í einu. Það gerðum við
svo, en sökinn ekkans hrópuð-
um við ekki hærra báðir en
öðrum var eiginlegt ógrátnum.
Til allrar hamingju kom Ei-