Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 99
B L I K
97
stað dansað „cha-cha-cha“ af
fullum krafti.
Já, gallabuxurnar voru eftir.
Þá greip eitt æðið unglingana,
nankinbuxnaæðið. Enginn stúlka
taldi sig tolla í tízkunni, nema
hún gengi 1 bláum nankinsbux-
um með breiðu uppbroti og
,,klauf“. — Já, æskulýðurinn
er duttlungafullur, og hann,
sem elst upp nú, verður ráð-
andi menningarinnar hér í
Vestmannaeyjum eftir víst
árabil. Vonandi rís hann undir
ábyrgð sinni.
Helga Helgadóttir,
4. bekk.
í landlegum á vertíð er þessi
bær eins og iðandi stórborg úti
í heimi. Svo mikil virðist fólks-
mergðin. Innan um þennan hóp
aðkomufólks er óþjóðarlýður,
enda þótt meiri hlutinn sé gott
og siðmenntað fólk. Allur þessi
iðandi og kiðandi fólksstraum-
ur dregur að sér forvitni æsku-
lýðsins og ginnir hann burt frá
heimilunum. Það er von, að
æskufólk þrái að vera með í
öllu þessu iðandi lífi. En þetta
fjör og líf er æði oft miður
heilbrigt unglingum um og yfir
fermingu.
Aftur á móti er þetta gagn-
stætt á sumrin. Þá er Vest-
mannaeyjakaupstaður friðsam-
ur bær. Þá notar fólk tímann
til að fara í stutt ferðalög til
meginlandsins eða út fyrir alla
landssteina.
Eg hygg að fullyrða megi, að
Vestmannaeyingar sjálfir séu
mannaðir eða menntir, þrátt
fyrir þann svip, sem yfir bæn-
um er á vertíðum.
Brynja Hliðar,
4. bekk.
t=5S5=
Fólk flykkist til Eyja á ver-
tíð til að vinna, og svo til að
svalla. Með sanni má segja, að
þar fer misjafn sauður í mörgu
fé. Þessi mikli straumur að-
komufólks hefur í för með sér
mikil áhrif á bæjarlífið. Oft
taka ungir Eyjaskeggjar ýmis-
legt upp eftir þessu lakara að-
komufólki, t. d. að láta eins og
vitfirringar á götum bæjarins,
sækja hverja dansskemmtun,
drekka, reykja og fleira, sem
horfir til ófagnaðar. Þessar
eftirhermur eru oft leiknar til
þess að reyna að sýnast meiri
í augum aðkomufólksins. Þetta
að sýnast, eru oft listir hinna
vitgrönnu manna.
Atli Einarsson,
4. b.
fc=SS5==
I endaðan janúar eykst hér
mjög ölvun og allskyns drabb
á dansleikjum og óregla færist
í heild mjög í vöxt. En þó að
aðkomufólkið hafi þetta í för
með sér, þá er það mín skoðun,