Blik - 01.04.1960, Síða 100
98
B L I K
að yfirgnæfandi meiri hluti
þess sé ágætisfólk, sem ekki á
nokkurn þátt í slarki því, sem
hér er á vetuma, heldur mikill
minnihluti þess. — Á veturna
em opinberar skemmtanir hér
oft mjög lélegar, bíó og dans-
leikir, og svo höfum við, sem
göngum í Gagnfræðaskólann,
okkar skóladansleiki, en hvert
eigum við að sækja skemmtan-
ir, þegar við ljúkum skóla-
göngu í janúarlokin. Eiga þá
skrílböllin og áfengisskröllin að
taka við okkur?
Andri Hrólfsson,
4. bekk.
e=SSS=
Eggjaránið
Það var fagran vormorgun,
að sólin sendi geisla sína yfir
sveitina fögru. Hvergi sást ský-
hnoðri á lofti. Ekkert hljóð
heyrðist nema í fuglunum. Þeir
voru allir nýkomnir heim frá
dvöl sinni í fjarlægum löndum
vetrarmánuðina og nú teknir
til að verpa. Spói einn var ný-
orpinn og lá á eggjum sínum.
Hann dró kollinn undan væng-
barðinu, þegar sólin fór hlýjum
geislum sínum um hann.
Eftir dálitla stund hrökk
hann upp við það, að hann
heyrði einhvern koma. Það var
lítill drengur, sem nálgðist
hreiðrið. Hann kom hlaupandi.
— Spóinn var hræddur en lá
þó kyrr á eggjunum í þeirri
von, að drengurinn sæi hann
ekki.
Nei, þetta vogaði hann ekki
lengur. Hann flögraði af eggj-
uniim, en þó ekki langt, því að
hann var svo hræddur um egg-
in sín.
Drengnum brá, þegar spóinn
skrapp rétt undan fótunum á
honum. En svo áttaði hann sig
fljótlega. ,,En hvað ég var
heppinn,“ hugsaði hann, „þarna
er spóahreiður með fjórum
eggjum í“. Hann beygði sig nið-
ur að hreiðrinu, skoðaði eggin
vandlega, tók þau upp og lét
þau í húfuna sína og fór með
þau.
Þegar drengurinn var kom-
inn spölkorn frá hreiðrinu, leit
hann til baka. Þá sá hann,
hvar veslings spóinn skreiddist
að tómri hreiðurkörfunni og
lagðist í hana. En drengurinn
hélt áfram heim. —
Dagurinn var á enda og
drengurinn hafði leikið sér um
daginn, enn þó var hugsunin
um eggin, sem hann rændi,
efst í huga hans. Drengurinn
háttaði og lagðist til svefns, en
svefninn vildi ekki koma. Hann
bylti sér í rúminu, sneri sér
ýmist á hægri eða vinstri hlið
og reyndi að gleyma tilverunni,
en allt kom fyrir ekki. Alltaf
fannst drengnum, að hann sæi
eggjamömmu sitja hnýpna og
sorgmædda við hreiðrið sitt.