Blik - 01.04.1960, Síða 101
B L I K
99
Iðrunarkenndirnar sóttu nú
æ meir á drenginn og þær voru
bæði sárar og harmþrungnar.
Loks blundaði drengurinn and-
artak. Brátt hrökk hann upp
af svefninum. Hann hafði
dreymt, að spóinn kom til hans
og spurði: „Hvar eru eggin
mín ?“
Nú gat drengurinn ekki
byrgt grátinn lengur. Við grát-
inn vaknaði mamma drengsins
og spurði undrandi, hvað gengi
að honum. Drengurinn sagði nú
móður sinni, hvað að sér
amaði. Vildi hann helzt fara
með eggin og láta þau aftur í
hreiðrið. „Það þýðir ekki
neitt“, sagði mamma hans. „Þú
skalt heldur strengja þess heit,
að taka aldrei egg frá nokkrum
fugli framar“. Því hét dreng-
urinn. Síðan róaðist hann og
sofnaði.
t=SSS==
I sveit
Mjög margir krakkar í Eyj-
um fara einhvem tíma í sveit.
Ég minnist þess, er ég var 9
ára og fór mína fyrstu reisu
út á landsbyggðina. Skipið skil-
aði mér á Homafjörð, en þar
átti ég að vera um sumarið. •—
Ekki man ég glöggt, hvað bær-
inn hét, en með sjálfum mér
kallaði ég hann aldrei annað
en Skollastaði, því að mér leidd-
ist þar mjög mikið. Kerlingin á
bænum tönnlaðist sífellt á því,
að nú færu beljurnar út yfir á
eða inn fyrir dal. Aldrei voru
þær, þar sem þær áttu að vera.
Karlinn var á látlausum þing-
um eða fundum um alla sveit.
A. m. k. sá ég hann helzt
aldrei. Krakkagríslingamir
vom skítugir og leiðinlegir,
enda gerðu þeir ekki annað en
að moka flórinn.
Eitt kvöld í ausandi slag-
viðri var ég rekinn til að ná í
„blessaðar kussurnar", eins og
kerlingin kallaði þær. Ég
bað hana að lofa mér að fara
í meira af fötum, áður en ég
legði af stað til að sækja kým-
ar. Hún jánkaði því og sagði
mér að vera fljótum. Ég fór
inn í herbergið, þar sem ég
svaf, og opnaði fátaskápinn.
Þama héngu sparifötin og
brostu við mér eggjandi. I
brjóstvasanum á jakkanum var
aleiga mín, tveir rennsléttir
hundraðkallar.
Ég snaraði mér í fínu fötin,
fór í regnkápu utan yfir og
labbaði út. Ég hikaði á hlaðinu,
en tók síðan stefnu beint á
kauptúnið. Ég hafði sannfrétt,
að Esja væri á leið suður. Ég
stefndi á ljósin og kom á
bryggjuna á Höfn, þegar
skammt var liðið nætur. •— Jú,
jú, Esja hafði komið kl. 8 um
kvöldið. Ég fór strax um borð