Blik - 01.04.1960, Page 106
104
B L I K
Ætlunin var að aka frá
Akranesi rakleitt til Reykjavík-
ur. En á leiðinni var afráðin
svolítil lykkja á leiðina, nefni-
lega krókurinn austur að Laug-
arvatni. Þar ók Ólafur Ket-
ilsson okkur um staðinn og
sýndi okkur öll ríki skólanna
þar. Þar var hann öllum hnút-
um kunnugastur, því að þar
býr hann sjálfur. Annars virt-
ist hann bera gott skyn á flesta
bæi og örnefni alla leiðina vest-
ur og óspar á fræðslu, ef eftir
var leitað. Góðgerðir þágum
við hjá honum og konu hans á
Laugarvatni og vorum þeim
þakklát fyrir.
Á leið til Reykjavíkur stönz-
uðum við á Selfossi og skoð-
uðum kauptúnið. Um nótt-
ina gistum við svo í höfuð-
staðnum. En daginn eftir var
ekið með okkur til Keflavíkur.
Þar komum við m.a. á flug-
völlinn og snæddum máltíð í
Flugvallarhótelinu. Með þessu
ferðalagi lengdist ferðaáætlun
okkar mn heilan dag. En allt
varð þetta til þess að auka á-
nægjuna af ferðalaginu og
víkka sjóndeildarhring okkar.
Við erum öllum, sem greiddu
götu okkar, hjartanlega þakk-
lát, en þó mest kennurum okk-
ar, sem veittu okkur leiðsögu,
og svo Ólafi bifreiðarstjóra,
sem reyndist okkur vel í alla
staði.
Gjaíir til skólans
Á s.l. ári var náttúrugripasafni
skólans gefnir þessir hlutir:
Drúði, gef. Þórarinn Guðjónsson.
Presthúsum.
Haftyrðill, gef. Þorsteinn G.
Þorsteinsson, nemandi í 4. bekk.
Ýfirsjónir
Ýmsar yfirsjónir áttu sér stað
varðandi Blik í fyrra, eins og
gengur og vitað er um okkur, ó-
fullkomna menn. Sumar stafa af
fáfræði, aðrar af gleymsku, Engin
þeirra var ásetningssynd.
Hér koma tvær friðþægingar:
1. Valdimar Ottesen kaupm. átti
son með konu sinni, sem skírður
var Þorkell. Þessi sonur hans,
Þorkell Ottesen, er prentari á
Akureyri, vinnur í Prentverki
Odds Björnssonar.
2. Þess gleymdist að geta, þar sem
rætt var um Sigurð Ólafsson frá
Bólstað hér, formann á opna
skipinu Fortúnu, að hin góð-
kunna kona hér í Eyjum, Sigur-
björg Sigurðardóttir að Stað við
Helgafellsbraut, er dóttir Sig-
urðar. Hún var gift Kristjáni
Egilssyni.
Einlæglega bið ég afsökunar á
yfirsjónum þessum.
Þ. Þ. V.
/----------------------------------
RITNEFND BLIKS 1960.
Þorsteinn Þ. Víglundsson, formaður,
Guðrún Helgadóttir, gagnfræðadeild,
Sigfús Þór Elíasson, 3. b. bóknáms,
Hildur Axelsdóttir, 3. b. verknáms,
Ingimar Pálsson, 2. bekk C,
Rósa Helgadóttir, 2. bekk B,
Sigríður Valdimarsdóttir, 2 bekk A,
Rannveig Gísladóttir, 1. bekk C,
Inga Þórarinsdóttir, 1. bekk B,
Guðmundur Sigurjónsson, 1. b. A.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
\__________________________________J