Blik - 01.04.1960, Side 108
106
B L I K
hjá föðurafa sínum, síðar í
Miðeyjarhólmi, Þórarni Eiríks-
syni, er síðar bjó 1 Hólmahjá-
leign, er þeir Þórarinn Eiríks-
son og Pétur Ólafsson, er þar
bjó, höfðu jarðaskipti. Pétur
var faðir Sigríðar Pétursdóttur,
konu Sigurðar Sigurðssonar
Eyjólfssonar á Kúhóli og Jóns
Péturssonar, föður Jóns Jóns-
sonar útgerðarmanns í Hlíð í
Eyjum.
Frá fósturforeldrum sínum í
Hólmahjáleigu fluttist Þórarinn
til Vestmannaeyja, 14 ára að
aldri, árið 1838, og fer þá létta-
drengur að Kirkjubæ (1839) til
Sigurðar Einarssonar klens-
smiðs, er þá bjó þar ásamt
konu sinni Guðnýju Austmann.
Hjá þeim var hann, er séra Jón
Austmann fermdi hann 17 ára
gamlan. Gefur prestur honum
þann vitnisburð, að hann kunni
allsæmilega, en skilji illa, fróm-
ur og hlýðinn sagður. Hann
getur þess, að Þórarinn hafi
komið frá fastalandi lítt kunn-
andi, en síðan hafi hann lært
þá uppáboðnu evangel. lær-
dómsbók, án smástílsins, enda
hafi þessi 2—3 ár verið lögð
öll rækt við hann, bæði af
presti og húsbændum. Sigurður
Einarsson var þjóðhagasmiður
og tók sveinspróf í þeirri grein.
Hjá honum mun Þórarinn hafa
lært smíðar. Segir sóknarprest-
ur, að mikil rækt hafi verið
lögð við hann hjá þeim hjónum
á Kirkjubæ. Við húsvitjun þar
1839, segir um Þórarinn: „Les
vel og skilur.“
Sigurður Einarsson mun hafa
verið fyrsti lærði jám- eða
málmsmiðurinn í Vestmanna-
eyjum. Hann átti og til þeirra
að telja, sem nafnkunnir vom
smiðir og hagleiksmenn, sonur
Einars Sigurðssonar, hrepp-
stjóra og meðhjálpara á Vil-
borgarstöðum, bróður Árna
Einarssonar á Vilborgarstöðum
og merkiskonunnar Kristínar
Einarsdóttur í Nýjabæ, en
heimili þeirra feðga á Vilborg-
arstöðum, austasti bærinn, var
lengi mesta myndarheimilið í
Vestmannaeyjum, og þeir feðg-
ar forsjármenn sinnar sveitar
og allt í öllu, eins og sagt var.
Afi Einars bónda á Vilborgar-
stöðum var Magnús (Sigurðs-
son) síðastur eða meðal hinna
síðustu hinna svokölluðu kóngs-
smiða hér, þeirra, er smíðuðu
konungsskipin (vertíðarskip
konungsverzlunarinnar) .*
Segja má með sanni, að Þór-
arinn hafi verið heppinn að
lenda hjá þeim hjónum á
Kirkjubæ og dveljast hjá þeim
nokkur þroskaár sín. Árið 1843
er hann kominn að Ólafshúsum
til Jóns Jónssonar bónda, er
* Frá Magnúsi kóngssmið voru þeir
og komnir trésmíðameistararnir
Sveinn Jónsson forstjóri í Völ-
ndi, Helgi Jónsson í Steinum og
ísleifur Jónsson í Nýjahúsi.