Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 109
E L I K
107
ættaður var úr Marteinstungu
í Holtum, er þar bjó ókvæntur.
Þar er Þórarinn til 1845 og er
Jón bóndi þá kvæntur Vilborgu
Jónsdóttur, ættaðri úr Vest-
mannaeyjum. Þá eru og sjálfra
sín ógift í Ólafshúsum, nýkomin
af landi, Magnús Bjarnason, síð-
ar mormóni, og Þuríður Magn-
úsdóttir. Þau giftust 1849 og
fóru síðan til Utah með Lopti
Jónssyni í Þorlaugargerði árið
1857. 1 Eyjum áttu þau heima
í Helgahjalli, þar sem nú er hús-
ið Klöpp. I Ólafshúsum kynnast
þeir Magnús Bjarnason, síðar
nafnkunnur mormóni og trú-
boði, greindarmaður, og Þórar-
inn.
Auk smíðanámsins, sem ég
hygg að megi fullyrða, að Þór-
arinn hafi ástundað hjá Sigurði
Einarssyni, mun hann hafa lagt
fyrir sig öll venjuleg störf ungra
manna, eins og þau féllu til á
heimilum jarðarbænda 1 Vest-
mannaeyjum, þar með talin
sláttarverk, þó að eigi væri mik-
il, heima og ef til vill í úteyjum.
Fljótt mun honum hafa verið
kennt að fara með lundagrefil
og taka lunda í holum, klifra og
síga í björg við fýlungaveiðar
o. s. frv. að ógleymdri sjósókn-
inni á vor-, sumar- og vetrar-
vertíð. Ekki er annað vitað en
að Þórarinn hafi þótt dugandi
til allra verka, reglusamur og
vel gefinn ungur efnismaður.
Þá er að geta nánar foreldra
Sigfús M. Johnsen, höf. greinarinnar
Þórarins. Hafliði Þórarinsson
og Halla Gunnlaugsdóttir byrj-
uðu búskap sinn í Dalskoti í
Stóradalssókn undir Eyjafjöll-
um. Þau voru gefin saman í
Stóradalskirkju 29. júlí 1823,
hann 22 ára og hún 27 ára, þá
bústýra hans. Svaramenn voru
Þórarinn Eiríksson, þá í Berja-
neshjáleigu, faðir Hafliða og afi
Þórarins, og Einar Árnason í
Litlu-Hildisey, stjúpi Höllu. 1
Dalskoti fæddist þeim hjónum
synirnir, Þórarinn eldri, f. sem
áður segir í júlí 1823 og Eiríkur,
f. 1824.
Þórarinn Eiríksson faðir Haf-
liða, var fæddur um 1775, og
móðir Hafliða, kona Þórarins,
Margrét Jónsdóttir, var fædd
ári síðar eða um 1776, og voru
þau hjónin vinnuhjú í Hólmin-