Blik - 01.04.1960, Page 112
110
B L I K
á Reykjarfirði, systur frú Ragn-
heiðar, konu séra Brynjólfs
Jónssonar, og Jóns Salómon-
sens. Aftur kemur Þórarinn út
árið 1849 og er þá útlærður
snikkarasveinn og hafði þessi
ár stundað nám hjá trésmíða-
meistara. Settist hann að í hús-
inu Sjólyst, er reist mun hafa
verið 1836, og tekur að stunda
iðn sína.
Skömmu eftir heimkomu sína
kvæntist Þórarinn og gekk að
eiga heitkonu sína Þuríði Odds-
dóttur frá Kirkjubæ, og voru
þau gefin saman í Landakirkju
eftir undangengnar þrjár venju-
legar lýsingar, þ. 15. ágúst 1850.
Helmingafélag var ákveðið með
brúðhjónunum og morgungáfa
15 rd. Svaramenn brúðhjónanna
voru Chr. Abel kaupmaður í
Godthaab, hans, og hennar
Magnús Oddsson skipstjóri á
Kirkjubæ, bróðir hennar.
Þuríður Oddsdóttir var fædd
12. maí 1829 og voru f oreldrarn-
ir, Oddur Ögmundsson, bóndi
á Kirkjubæ, fæddur á Hvoli í
Mýrdal um 1786. Mun hann hafa
komið ungur með móður sinni
að föðumum látnum. Var Oddur
fermdur hér í Landakirkju 15
ára árið 1802 og er þá hjá
stjúpa sínum, Jóni Einarssyni
í Dölum, og móður sinni Ingi-
gerði Árnadóttur, ljósmóður.
Jón varð seinna hreppstjóri og
bjó í Nýjabæ. Þrjú voru bömin,
er fermd vom þetta ár 1802,
öll undirbúin af presti og að-
standendum,/ 3—4 ár, og fá
börnin þann vitnisburð, ,,að þau
hafi lært þann uppáboðna lær-
dóm, vel læs, en í meðallagi
gáfuð til skilnings11, I þann tíð
vom sóknarprestar hér ennþá
tveir og alllengi síðar sem kunn-
ugt er. Séra Ari Guðlaugsson
var þá prestur að Ofanleiti og
að Kirkjubæ séra Bjarnhéðinn
Guðmundsson Eyjólfssonar
bónda og kóngssmiðs í Þorlaug-
argerði.
Ætt Odds Ögmundssonar
mun vera hin sama og Ögmund-
ar Ögmundssonar úr Mýrdal, er
hingað fluttist, föður þeirra
Jóns Öðmundssonar, Ögmundar
í Landakoti og Ambjörns í
Presthúsum. Var það stórvaxið
fólk, duglegt og vel gefið og
trölltryggt.
Móðir Þuríðar, kona Odds
Ögmundssonar, var Ingveldur
Magnúsdóttir frá Löndum hér í
Eyjum, en var fædd í Yztabæl-
iskoti undir Eyjafjöllmn. Ing-
veldur var systir Magnúsar
Magnússonar í Háagarði föður
Margrétar konu Guðmundar
Þorkelssonar bónda þar, föður
Magnúsar í Hlíðarási og þeirra
systkina.
Árið 1831, 20. júlí, var fastnað
með yngismanni Oddi Ögmunds-
syni og Ingveldi Magnúsdóttur,
er þá var 18 ára gömul, eftir
þrennar undangengnar lýsingar
af prédikunarstóli Þá var prest-