Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 117
B L I K
115
er, að báðir hafa þeir verið
trúhneigðir. Þeir munu hafa
hrifizt af kenningunni sjálfri
og hinni félagslegu jafn-réttis-
hugsjón, sem í henni fólst. Að-
laðandi var sú hlið boðskapar-
ins, sem var raunverulegri og
sneri að hinum fagra sólskins-
heimi Utah. Sagt er, að Þórar-
inn hafi fyrst verið skírður og
Guðmundur litlu síðar eða
snemma árs 1851.
Eigi er vitað til þess, að Þór-
arinn hafi boðað hér mormóna-
trú, er hann kom heim til Vest-
mannaeyja, eftir veru sína í
Kaupmannahöfn 1849, en hrif-
inn mun hann hafa verið af
mormónatrúnni og ef til vill
blótað á laun.
Skírður var hann til mor-
mónatrúar, er hann kom 1851,
og viðurkenndur trúboði. Ekki
er vitað að svo stöddu, hver
þeirra þriggja félaga hafi fyrst
tekið trúna og sé þannig fyrsti
íslendingurinn, er gjörðist mor-
móni, en Jóhann Jóhannsson
átti víst lítið við trúboð og fór
af landi burt.
Sóknarpresti Vestmannaeyja,
séra Jóni Austmann, og sýslu-
manni J. N. Abel kammerráði
leizt ekki á, er farið var að boða
hér mormónatrúna, og skrifa
þeir um mál þessi, séra Jón
Austmann biskupi, og er það
bréf dags. 28. apríl 1851, og
sýslumaður amtmanni. Það
bréf er einnig með sömu dag-
setningu. Er í þessum bréfum
að finna það fyrsta, sem hér er
ritað um mormónatrúboðið á
Islandi. Höfðu báðir embættis-
mennirnir gert sér mikið far
um að telja Þórarni hughvarf
og fá hann til að láta af mor-
mónatrúnni, en án alls árang-
urs. Báðir gefa þeir Þórarni góð-
an vitnisburð. Sýslumaður seg-
ir hann duglegan til vinnu og
hófsaman og hæglátan og mjög
trúhneigðan. Og prestur lýsir
því, að Þórarinn hafi verið
meðal hinna allra kirkjukær-
ustu manna sérhvern helgan
dag, algjörlega frábitinn öllum
vínföngum, en einstaklega þétt-
ur að eðlisfari. Síðar, að nú
sjáist hann ekki í kirkju, sitji
við sínar heilarugls studeringar
í einhýsi að sér læstu. Sakra-
menti kvaðst hann ekki fram-
ar ætla að meðtaka, né láta
skíra böm sín, útdeila sjálfur
brauði og víni, svo miklu sem
hver vilji hafa, enda úti á víða-
vangi, o. fl.
Svo mikils þótti við þurfa, að
bréfin næðu sem allra fyrst
fram, að séra Jón sendi gagn-
gert með þau til móttakenda og
kostaði sjálfur ferðina, er far-
in mun hafa verið frá Eyjum
fyrst skemmstu leið til lands
og svo þaðan landveginn til
Reykjavíkur. Kostnaðurinn við
sendiferðina er metinn minnst
10 rd.
Til Vestmannaeyja höfðu